Verkefnin eru þeim ofviða

Það er gott að vera bjartsýnn en það er ekki gott að vera fáfróður. Ýmsum finnst kannski að ég sé óþarflega svartsýn en það má deila um það.

Ég treysti ekki sjálfstæðisflokki, framsóknarflokki né samfylkingu til þess að stjórna landinu. Það er ekki vegna þess að ég telji þetta fólk vont fólk svona almennt heldur vegna þess að þetta fólk er enn fast í nýfrjálshyggjuhugarfari og samþykkir ekki annað hugafar.

Þessir flokkar meðtaka ekki að það sé almenningur hér í landinu sem þarf að sinna. Flokkarnir eru fastir í hugarfari sem setur fjármálakerfið og auðvaldið í öndvegi.

Umfram allt vilja þessir flokkar halda völdum og ganga nú fram af offorsi við að telja almenningi trú um að hér sé allt í stakasta lagi. Hreint ekkert hallæri.

Ég vil benda fólki á að lesa þessa grein. Það eru gríðarleg vandamál framundan á Íslandi en það er hægt að bjarga miklu ef fólk horfist í augu við vandann og leitar leiða út úr honum.

Þær leiðir eru ekki nýfrjálshyggjuleiðir. Ég ætla að rekja hér nokkur af helstu vandamálum sem nú blasa við og spyrja hvert ykkar treysti Sigurði Kára eða öðrum stuttbuxnapeyjum til að leysa þau:

Brúttó skuldir vegna Icesave og ASG 550 milljarðar samkvæmt upplýsingu Tryggva Þórs en samkvæmt skýrslu ASGeru nettó skuldir vegna Icesave 660 milljarðar en aðrar skuldir þá 570 milljarðar eða samtals um 1.200 milljarðar.

Skuldir fyrirtækja í eigu hins opinbera Landsvirkjun og Orkuveitan 500 til 600 milljarðar (hef ég heyrt )

Skuldir sveitafélaga eru miklar en ég hef ekki tölurnar

Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru erlendar skuldir 153% af vergri þjóðarframleiðslu en samkvæmt sjóðnum er áætluð verg þjóðarframleiðsla 1.495 milljarðar sem þýðir að heildar erlendar skuldir eru tæplega 2.300 milljarðar.

Jökla- og krónubréf mörg hundruð milljarðar að sögn viðskiptaráðherra. Setur krónuna í uppnám.

Skuldir gömlu bankanna 10.000 milljarðar....en við borgum ekki, skapar vandamál í samskiptum...Það má benda á að fyrir hrun bankanna voru erlendar skuldir þjóðarbúsins 650% af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað voru Geir og Ingibjörg að hugsa? Algjört ábyrgðarleysi og ekki skrítið þótt þjóðir heims hafa lítið álit á stjórnarfari á Íslandi.

60 til 80% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota

Álverð lækkað mikið og þar með tekjur af orkusölu

Þorskurinn selst ekki

Bankakerfið hrunið, mikið atvinnuleysi

Byggingariðnaður hruninn, mikið atvinnuleysi

Aðrir atvinnuvegir þola ekki samdrátt og atvinnuleysi eykst

Skattheimta minnkar bæði vegna samdráttar í tekju- og virðisaukaskatti.

Niðurskurður í velferðakerfi

Miklar verðhækkanir

Launalækkanir

Hversu lengi heldur atvinnuleysistryggingasjóður út?

Fólk missir heimili sín og lendir á vergangi

Allt það sem ég hef talið upp hér að ofan er óumdeilanlegt en stjórnmálamenn og málaliðar þeirra ganga fram og segja að hér sé allt næstum því í stakasta lagi. Þeir leiddu þessar aðstæður yfir okkur með frjálshyggjudraumórum sínum og ætla að bjóða upp á meira af því sama.

Ríkissjóður heldur hér upp nokkurskonar gervivelferð með því að lifa á lánum en fjárlagahallinn verður í ár rúmlega 153 milljarðar. Áframhaldandi halla er spáð á næsta ári.

Þessi vandamál hverfa ekki með því að við hugsum ekki um þau. Það er hins vegar hægt að ráðast í að lágmarka sársaukann vegna þeirra ef við reynum að skilja þau.

Það er ljóst grípa verður til ráða sem ágætir sjálfstæðismenn geta ekki einu sinni látið sér detta í hug að séu til og þaðan af síður framsóknarmenn eða samfylking. Þessum flokkum er stjórnað af stóreignarmönnum sem hafa engan skilning á þörfum samfélagsins við aðstæður sem þær sem eru að skapast hér á landi. Innanbúðarfólk í þessum flokkum hefur margt hvert aldrei brett upp ermarnar.

Við þurfum nýtt fólk í stjórnmálin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð samantekt og gott innlegg í daginn.

Við Íslendingar megum ekki sofna á verðinum núna  - aftur.

Nennti ekki að hlusta á Tryggva Þór.

Eldri maður með áratuga reynslu í íslensku viðskiptalífi kenndi mér að þegar einnhver segist skulda eina miljón, skuldar hann í raun tvær (ekki hálfa)...

Skuldir þjóðarinnar eru gífurlegt áhyggjuefni og það þarf að vera forgangsatriði að fá á hreint hve miklar þær eru.

Ég vona svo innilega að Sjálfstæðisflokkurinn fái áframhaldandi frí frá ríkisstjórnarsamstarfi.

Þetta er búið að vera martröð með þessa menn innanborðs hér.

Óreiðan hefur verið alger (eins og þú telur upp hér að ofan).



Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 06:32

2 Smámynd: Offari

Gallinn að stjórnvöld eru ráðþrota. Þótt enginn þori að viðurkenna það þá hef ég ekki séð neinar lausnir.  Stjórnkerfið brást þegar virkilega á það reyndi.

Offari, 18.2.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Mér er orða vant. Veit ekki einu sinni hvað ég skulda mikið sem íslendingur, né börnin og barnabörnin. Einhver var að tala um 35 millur, það er nærri 20 ára launum hjá mér. Jón Ásgeir er með 3,3 millur í mánaðarlaun frá okkur, það eru nærri tveggja ára laun hjá mér. Það virkar eitthvað skakkt í svona dæmum, ekki satt?

Vona að offari mæli ekki rétt.

Rut Sumarliðadóttir, 18.2.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm, þetta er ekki gott. Svo virðist vera að það sé verið að ljúga að okkur? Hver hefði trúað því???

Arinbjörn Kúld, 18.2.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Offari

Rut ég vona það líka.

Offari, 18.2.2009 kl. 11:51

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Og hvað á þetta nýja fólk að gera, að mati Jakobínu?  Væri fróðlegt að heyra hvaða valkostir eru í stöðunni, eftir að svo dökk mynd hefur verið dregin upp.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 18.2.2009 kl. 14:37

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vilhjálmur það þýðir ekkert að vera að skamma mig fyrir þetta. Það voru sjálfsstæðisflokkur, framsókn og samfylking sem gerðu þetta.

En svo mikið er víst að þetta verður ekki leyst með barbabrellum þessara sömu flokka eða frjálshyggjudraumórum þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2009 kl. 15:41

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ertu t.d. sátt við stefnu núverandi stjórnar, og fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, að halda áfram samstarfi við AGS?  Hvað vilt þú gera varðandi skuldir ríkisins sem þú telur greinilega vera 1.600-2.000 milljarða ef ekki meira?  Og hvað viltu gera fyrir heimili og fyrirtæki?  Viltu hætta við stofnun nýju bankanna og eiginfjárframlag til þeirra?  Hvernig er þín sýn öðru vísi en "frjálshyggjudraumórarnir"?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 18.2.2009 kl. 16:09

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef enn ekki sé neinar skynsamlegar aðgerðir sem taka mið af því sem er framundan hjá þjóðinni.

Það sem hrjáir stjórnmálamenn er að þeir beigja sig undir leikreglur og reikningskúnstir frjálshyggjunnar og spyrja sig ekki hvaða áhrif aðgerðir hafa á mannlífið í landinu. VIÐMIÐIN ERU EINFALDLEGA RÖNG.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:16

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Bara stuð og fjör!

Arinbjörn Kúld, 18.2.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband