Atvinnuleysi 16000 Niðurskurður 56 milljónir og fjárlaghalli milljarður

Fjöldi atvinnulausra nálgast 16 þúsund samkvæmt fréttum Vísis

mynd
Úr myndasafni.

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 15.816 manns atvinnulausir á landinu öllu sem er um 8,5% af áætluðu vinnuafli á árinu.

Sem kunnugt er af fréttum var gert ráð fyrir að atvinnulausir yrðu orðnir 10% af vinnuafli í vor en nú eru líkur á að það hlutfall komi jafnvel fyrr á árinu.

Á vef Vinnumálstofnunnar kemur fram að atvinnulausir karlar eru 10.058 talsins en konurnar eru 5758 talsins.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 10.378 án atvinnu.

Þá verður að hafa í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, það er að segja þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Á vef Vinnumálastofnunnar segir að fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi séu á bilinu 2000 til 2500.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband