Sjálfstæðismenn, framsókn og samfylking búnin að draga þjóðina niður á hallærisplan

16 þústund atvinnulausir. Landsspítalinn þarf að skera niður um 2.6 milljarða og það þýðir 50 til 60 störf. Tryggvi Þór vill skera niður um 56 milljarða í viðbót hjá því opinbera og hvað skyldu það þýða mörg störf?

Hvernig verða skólarnir næsta vetur?

Hvernig verður þjónusta við fatlaða?

Verða borgaðar út atvinnuleysisbætur?

Hvar lenda öryrkjar, atvinnulausir, sjúkir, aldraðir og börn í þessari helför?


mbl.is Uppsagnir fyrirhugaðar á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ætli þetta sé í boði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins?

Mætum með búsáhöldin niðrá Austurvöll.

Margrét Sigurðardóttir, 21.2.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta lagast, fyrr en okkur grunar.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 21.2.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kristján það lagast ekki af sjálfum sér. Það þarf vilja til þess að laga þetta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.2.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Stjórnendur heilbrigðisstofnanna og menntastofnanna hafa a.m.k. talað um boðaðan niðurskurð fyrir næsta skólaár sem er enn meiri en sá sem þeir þurftu að þola vegna endurskoðaðra fjárlaga nú í lok desember. Það er greinilegt að þeir kvíða þessu vegna þess að þeir eru nú þegar í mikilli þröng. Flestir sem ég hef heyrt til gera ráð fyrir að niðurskurðurinn bitni verulega á gæðum þeirrar þjónustu sem þeir stýra. Það ætti reyndar ekki að þurfa að taka slíkt fram.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 16:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Fréttin um Tryggva er ekki sú að hann ætli að skera niður 56 milljarða.  Fréttin er að Tryggvi treystir sér ekki til að skera niður um 150 milljarða eins og IFm krefst.  Að skera niður um 56 milljarða er grafalvarlegt mál en það er aðeins þriðjungur að því sem þarf að skera niður ef við ætlum að fá hallalaus fjárlög 2011.  Og þá er gjöreyðingarstefna IFM ekki tekin með í reikninginn, tekjuplan ríkissjóðs mun ekki standast.   Gjaldþrota einstaklingar og fyrirtæki eru ekki að greiða í ríkissjóð.  Allar tekjur þeirra sem eftir stand fara í fæði og húsnæði.  Veltuskattar eru stærsti einstaki tekjupóstur ríkisins en það þarf veltu í hagkerfinu til að þeir séu tekjulynd fyrir ríkissjóð.  

Hvaða velta er í dag í hagkerfinu?  Efnahagsaðgerðir IFM kirkja alla veltu.  Hvert er þá frávikið frá tekjuplani sjóðsins?  Það þýðir ennþá meiri niðurskurður.  Þegar Argentína rak þessa glæpamenn úr landi þá var farið fram á slíkan niðurskurð að öll grunnþjónusta legðist af í praxis.  Það þarf lágmarksfjölda starfsmanna á lágmarkskaupi til að mennta og heilbrigðiskerfi funkeri.

Þessi glæpalýður er að gera það sama hérna en með stuðningi hinna "hugsandi" stétta, menntamanna og fjölmiðlamanna.  Það eru aðeins hjárómar raddir sem mótmæla veru Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hér á landi.  Og þegar þær heyrast eins og þín, þá mæta snatarnir með róg og svívirðingar til að gera þær tortryggilegar.  

Svona hafa vélabrögð andskotans verið í gegnum tíðina og þetta litla dæmi sínir að hann er hér í fullri vinnu við að skapa glundroða og hörmungar sem hann og hans líkar þrífast á.  

Lokaspurning til þeirra sem vita því ég þekki engan ógæfumann sem styður Samfylkinguna.  Eru allir stuðningsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins barnlausir ríkisstarfsmenn og atvinnulausir stjórnmálafræðingar?   Ríkisstarfsmennirnir eru svo fyrrtir að þeir halda að þeir haldi sinni vinnu þó atvinnulífið að öðrum leyti  í rúst og stjórnmálafræðingarnir vilja sína vinnu hjá ESB.

Hvernig er hægt að gera börnunum okkar þetta?  Er svona mikið til af sálarlausu fólki á Íslandi í dag?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2009 kl. 16:53

6 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

 Og hvað eru mörg óþarfa störf sem ekki er alveg lífs nauðsynlegt að halda upp??? Ég væri til í að vita það. Því ég er búin að vera að segja og segi enn, við verðum að skera niður á réttum stöðum. Tilhvers að fórna skóla fyrir forseta Íslands?? Til hvers að fórna sjúkrahúsplássi fyrir veika manneskju fyrir forseta og lengi má telja?

Ég held að það sé ennþá verið að bruðla með fjármuni okkar Ísl. þegar hægt væri að nota þá í eitthvað betra. Ég verð frekar pirruð á því.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 21.2.2009 kl. 18:31

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er svo sannarlega verið að bruðla

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.2.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband