Vilja rífa niður velferðarkerfið

Stefnt er að því að fjárlög verði hallalaus árið 2011. Ég ætla setja upp spáhúfuna en ég spái því að þetta þýði NIÐURSKURÐ um 200 milljarða.

Já NIÐURSKURÐUR um 200 milljarða. Í dag eru harmakvein vegna 10 milljarða niðurskurðar.

Hvað þýðir þetta fyrir þig? Ef barnið þitt fær botlangakast þarftu þá að selja bílinn? Verða ekki til skólabækur í skólanum? Fá atvinnulausir engar atvinnuleysisbætur? Fara geðfatlaðir á vergang? Mannvirki drabbast niður? Aldraðir deyja úr vosbúð?

Hvers vegna segi ég 200 milljarða?

Hallinn í ár er 153 milljarðar, þ.e.a.s. útgjöld ríkissjóðs 556 milljarðar en tekjur ríkissjóðs einungis 403 milljarðar.

Tekjur ríkissjóðs eiga enn eftir að dragast saman því atvinnulausir greiða ekki skatt. Gjaldþrota fyrirtæki borga ekki skatt.

Þetta er í boði sjálfstæðismanna, framsóknar og samfylkingar.

OG VÍTAVERÐRAR OKURVAXTASTEFNU ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt hjá þér. Það verður gífurlegur niðurskurður hjá því opinbera. Þú færir alveg fullgild rök fyrir því að þetta verða hátt í 200 milljarðar.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við eigum enn eftir að sjá hversu alvarlegt þetta er

Hólmdís Hjartardóttir, 21.2.2009 kl. 19:14

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Niðurskurður af þessari stærðargráðu næst aldrei samfara miklu atvinnuleysi og stórfeldri fækkun fyrirtæka, eina leiðin til að hann náist er að leggja niður stóran hluta heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, löggæslu og annan hluta stjórnkerfisins. Slíkt þýðir aðeins eitt: uppreisn almennings!

Verði okkur að góðu.

Arinbjörn Kúld, 21.2.2009 kl. 20:05

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir ætla nú samt að gera þetta

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.2.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég var í síðustu viku á fundi með Ögmundi Jónassyni á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga. Það er lítil stofnun sem ekki spilar stóra rullu í heildarpakkanum. Á fundinum kynnt forstjóri stofnunarinnar áætlanir um 30 milljóna hagræðingu og sparnað, sem er fólginn í nokkrum atriðum. Kannski man ég þau ekki öll, en yfirmenn taka á 7% launalækkun, breytingar gerðar á vöktum sem þýðir að starfsmenn mæta á styttri vaktir að hluta, þannig að einstaklingur í 80% starfi þarf að mæta einum degi oftar í mánuði.

Hálf staða hjúkrunarfræðings losnaði í haust og ekki verður ráðið í hana. Innkaup endurskoðuð og síðan sagði framkvæmdastjórinn brýnt að greiðslur frá Fjármálaráðuneyti fyrir næst liðinn mánuð, væru inntar af hendi í upphafi næsta mánaðar, en ekki mánuði síðar. Stofnunin veri rekin á yfirdrætti sem næmi eins mánaðar veltu fyrir vikið. Fleiri þættir voru nefndir sem ég man ekki svo áreyðanlegt sé.

Þarna var ekki verið að boða niðurskurð á þjónustu, heldur hagræðingu í rekstri.

Framkvæmdastjóri LSP talaði um það í kvöldfréttum að með því að huga betur að innkaupum á hönskum til stofnunarinnar, væri hægt að spara milljónir á einu ári. Þarna er aðeins verið að tala um einn vöruflokk af hjúkrunarvörum og þegar búið verður að fara í gegnum allan þann pakka, geta komið fram umtalsverðar upphæðir í sparnað sem ekki skerða þjónustu.

Það hefur líka viðgengist þar á bæ að fólk ræður sig í mjög lítið starfshlutfall (allt niður í 10%) og fyllir svo inní með aukavöktum sem er umtalsvert dýrara. Þetta hefur verið vitað innan kerfisins mörg undanfarin ár. Forstjórinn talaði um að 50% starfshlutfall yrði lægst vinnuhlutfall sem ráðið yrði í við stofnunina.

Það er svo margt sem fólk úti í bæ veit ekki um rekstur sjúkrastofnana og umfang innkaupa svo eitthvað sé nefnt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2009 kl. 22:00

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hólmfríður þetta er bara smjörþefurinn. Niðurskurðurinn er ekki byrjaður

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.2.2009 kl. 22:10

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Miklar þakkir þína góður pistla í dag.  Því miður vilja ekki margir hugsa þessi skilyrði IFM til enda.  Ennþá færri vilja ræða þau.  Nema þá kannski vinstri sinnar í Svíþjóð. 

En við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að vera hrópendurnir í eyðimörkinni.  Það gæti gerst að þjóðin ætti leið framhjá og þá mun hún hlusta.  Kemst ekki hjá því.  Meira að segja strútarnir munu neyðast til að stinga höfði upp úr sandi og leggja við hlustir. 

Við megum aldrei lenda í þeirri stöðu að segja eftirá; Við vissum en sögðum ekkert.  Það var gert misserin fyrir hrunið og þá trúði þjóðin vegna þess að enginn hélt uppi andófi.  Og þá er ég að meina alvöru andófi.  Við megum ekki aftur verða sek um að þegja.

En hvað gerist.  Hún Sigurbjörg (vona ég fari rétt með nafnið) benti fólki á hvað gerðist í Finnlandi og þó voru þeirra erfiðleikar aðeins brot af því sem hér mun gerast því þeir buðu ekki illfyglum í heimsókn til að eyða og brenna.  Og svo glímdu þeir við sína kreppu í upphafi mesta hagvaxtaskeiði síðustu áratuga.  Í dag er heimurinn að fara í gegnum sína verstu kreppu í margar aldir og mannkynið má teljast heppið að ekki komi til mikilla átaka, sérstaklega í þriðja heiminum.

En Sigurbjörg benti á að Finnska kreppan kostaði blóð sjúkra og fátækra.  Og fátækt, drykkjuskapur og há tíðni sjálfsvíga væru ennþá hlutskipti þeirra hópa sem verst fóru útúr kreppunni.  Þetta mun allt gerast hér ef við náum ekki að breyta um stjórn fyrir haustið og koma á neyðarstjórn sem hefur það eina markmið að láta þjóðina koma klakkslaust út úr hremmingum sínum.  Slíks krefst hugarfarsbreytingar og því miður mun það ekki verða fyrr en margt slæmt mun hafa gerst.  

Í dag erum við fátæk og sundruð þjóð með gífurlegan skuldahala á eftir okkur.  Og leiðtogar okkar eru í gíslingu siðblindingja.  En ef við segjum hingað og ekki lengra og tökum upp þá stefnu að hvert mannslíf, sem ferst, er einu mannslifi of mikið, hvert heimili, sem er rýmt, er svartur blettur á þjóðarsálinni og hver maður, sem gengur atvinnulaus, er einum manni of mikið, þá erum við rík í anda og munum komast í gegnum kreppuna sterkari en við vorum fyrir.  Og að lokum munum við einnig verða aftur rík af efnislegum gæðum en þau gæði verða gæði en ekki sýndargæði og þau verða raunveruleg eign, ekki eitthvað sem við plötuðum út með blekkingum hjá erlendum þjóðum.  

Fólk mun eiga það sem það á og það mun eiga hvort annað.  Því ef við uppgötvum ekki eignina í hvort öðru, þá munum við ekki lifa af þessa kreppu sem þjóð.  

Þetta er hin stóra áskorun sem við stöndum frammi fyrir.  Og það eru manneskjur eins og þú sem sjá til þess að við tökum réttan kúrsinn.  Einn daginn á Hólmfríður eftir að þakka þér fyrir að hafa staðið stýrisvaktina í pusi og ágjöf þegar allir vildu vera inni og bíða þess sem verða vildi.  Slíkt bara dugar ekki í stormi og stórsjó.  

Og það skiptir máli í hvaða höfn er stýrt.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 22.2.2009 kl. 00:29

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir hughreystinguna Ómar. Vonandi fer fólk að skilja ástandið áður en mikill skaði hlýst af.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband