200 milljarða niðurskurður jafngildir að....

 ....allar heilbrigðisstofnanir í landinu séu lagðar niður ásamt öllum háskólum og öllum menntaskólum auk þess sem atvinnuleysisbætur eru lagðar af og hluti annarra bóta.

eða

....að tryggingastofnun ríkisins verði lögð niður (allar bótagreiðslur), sjúkratryggingastofnun lögð niður ásamt öllum sjúkrahúsum í landinu.

 Já það munar um 200 milljarða

.....en skilanefndirnar geta leyft ´ser að gista lúxushóteli í Indlandi á kostnað skattborgaranna á milli þess sem þær gefa falsupplýsingar um Icesave.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig stendur á því að FME (þ.e. skattpeningar þjóðarinnar) skipa og standa undir kostnaði við skilanefndirnar en ekki "þrotabú" gömlu bankanna sem er alltaf verið að segja að komi íslenskum skattgreiðendum ekki við?

Er ekki einhver þversögn í þess? Ásamt því að "þeir" segi hvað við eigum að borga, eins og þú hefur bent á Jakobína!

P.s.: Skilanefndin gerir ráð fyrir að allt verði komið í samt horf í Englandi og 2007 þegar þeir ætla að selja eignirnar eftir ca. 7 ár og miða þá við bankakreppuna í Svíþjóð til samanburðar. Kannski að einhver bendi þeim á það er líka heimskreppa ofan á allt annað og hin "frægasta" stóð frá 1930 og fram yfir stríð. Ragnar Önundarson hefur hins vegar bent á að kreppur og hagtoppar (eins og var fyrir hrun) endurtaki sig á 30 ára fresti. Ísland þarf væntanlega að borga vexti af verulegum hlutar heildarupphæðinnar, 600 milljörðum, obbann af þeim tíma. En það má víst ekki tala um þetta fyrir kosningar því það gæti komið hrunflokkunum Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu illa og er kallað hystería, múgsefjun eða fórnarlambablæti af þeim. Tölum heldur um hugsanlega niðurstöðu milli 2030 og 2040.

TH (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvar fékkstu þessa tölu Jakobína, 200 milljarða niðurskurð á næsta ári?

Arinbjörn Kúld, 22.2.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Lestu færsluna aðeins neðar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hún heitir "vilja rífa niður velferðakerfið"

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband