Er Björn Bjarna fastur í fréttum Moggans í aðdraganda kosninga?

Í hverri fréttinni á fætur annarri er vitnað í blogg Björns Bjarna þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt sé þar að finna. Það er ekkert fréttnæmt að Björn bloggar um hvað honum finnst um sakleysi sjálfsstæðismanna eða samkeppni í prófkjöri.

Það væri hins vegar fréttnæmt ef Björn færi að segja okkur frá því hvernig sjálfstæðismenn víla og díla með auðmönnum eða hvað honum finnist um það.

Hvernig væri að Mogginn færi að flytja fréttir af því hvað mér finnst um misnotkun sjálfstæðismanna á fjölmiðlum?

Gott væri einnig að Mogginn flytti fréttir af því hvað mér finnst um aulahátt fréttamanna að láta sjálfstæðismenn misnota sig fyrir kosningar.


mbl.is Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega!

Valsól (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þú hittir naglann á höfuðið, Jakobína. Meir að segja hægri menn sjá þetta:

http://haddi9001.blog.is/blog/haddi9001/entry/803559/

Margrét Sigurðardóttir, 22.2.2009 kl. 18:01

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jamm, BíBí sagði á heimasíðu sinni... er orðið pínu þreytt.

Villi Asgeirsson, 22.2.2009 kl. 19:40

4 identicon

Ég hef ekki flett upp blogginu hjá þeim góða dreng Birni Bjarnasyni um nokkurt skeið.

Nú eru Sjálfstæðismenn komnir í frí og er það vel; enda þjóðin komin með upp í háls af efnahagsóráðsíu  þeirra sem byggði á helsjúkri aðferðafræði.

Megi frí þeirra vara næstu áratugi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:49

5 identicon

Tjaaa...  Last þú hann ekki ...? (o:

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:52

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér finnst tíma mínum betur varið í aðra hluti en lesa blogg bíbís, það kemur hvort eða er allt á mbl.is. (hvísl, ég sleppi því að lesa þær, ekki segja neinum)

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband