Blekkingar framsóknar

Samkvæmt stjórnarskrá Íslands eru lög sett á alþingi og líka stjórnlög

Stjórnlagaþing getur því aldrei orðið neitt annað en kjaftaþing þar sem engar ákvarðanir eru teknar

Flokkarnir beina nú athygli almennings frá eiginlegum vandamálum og hvernig stjórnmálamenn sjálfir eru búnir að klúðra málum með þessari stjórnlagaklýpu

Lýðræði á Íslandi verður eingöngu endurheimt með því að hreinsa til á alþingi en þessu vilja spillingaröflin beina athygli almennings frá.


mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Það að segja þetta séu blekkingar framsóknar, stenst svo engan vegin því þetta sýnir frekar blekkingar annarra flokka. Flokka sem daðra við stjórnlagaþing þegar það er vinsælt og hafna því þegar það ógnar stöðu þeirra.

Engu að síður góður spuni hjá þér, ruglar hæfilega mikið í umræðunni þannig hún snýst upp í hatur á framsóknarflokknum frekar en raunverulega vandamálið.

Eins og þú veist vafalaust er lítið mál að breyta reglum þannig Alþingi geti ekki breytt stjórnarskránni, heldur sérstakt stjórnlagaþing. Það þarf bara viljann.

En að sjálfssögðu ef viljann vantar er sennilegt þetta geti aldrei orðið, því miður. Þannig munum við vafalaust sitja áfram með sama kjaftaþingið á Alþingi, sem stjórnast af framkvæmdavaldinu.

Jón Finnbogason, 22.2.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er eingöngu hægt að færa vald til stjórnlagaþings með breytingu á stjórnarskrá. Stjórnarskránni verður ekki breitt nema Alþingi samþykki það tvisvar. Þetta tala um stjórnlagaþing er bara froða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Jón Finnbogason

Það er lítið mál að breyta stjórnarskránni, snýst allt um viljann til að breyta henni.

Jón Finnbogason, 22.2.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Henni verður ekki breytt á einu kjörtímabili og það er ALDREI hægt að gefa loforð um hvað menn gera á næsta kjörtímabili. Ergo froða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 21:50

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Enda ganga hugmyndir Framsóknar út á að breyta stjórnarskrá þannig að stjórnlagaþing geti sett þjóðinni nýja stjórnarskrá.

Gestur Guðjónsson, 22.2.2009 kl. 23:16

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Segi enn froða...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:37

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur ég stend með hugmyndum en ekki flokkum. Ef það er einhver vitsmunaglæta í sjálfstæðisflokknum þá er ég bara fegin. Vona að sjálfstæðismenn nýti sér hana til þess að endurmennta sig og leita eftir nýjum störfum og snúa baki við því sem þeir ráða ekki við.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:49

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Varðandi Stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna, við ég vekja athygli á eftirfarandi.

Verði samþykkt frumvarp um stjórnlagaþing sem stjórnarflokkarnir og Framsókn er að leggja fyrir Alþingi eða hafa þegar lagt fram, Mun stjórnlagaþing annast alfarið endurskoðun á Stjórnarskrá og kosningareglum, án aðkomu Alþingis.

Verði samþykkt frumvarp um breytingar á Stjórnarskránni sem stjórnin mun eða hefur lagt fram, verður ný stjórnarskrá lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, til samþykktar eða synjunar, en ekki fyrir Alþingi.

Alþingi mun þá ekki koma nærri endurskoðun eða afgreiðslu á stjórnarskrá og kosningareglum.

Að halda öðru fram er einfaldlega rangt.

Að halda því fram að stjórnlagaþingið verði ekkert annað en "kjaftaþing" er einfaldlega "kjaftæði" að mínu mati.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2009 kl. 23:54

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hér sé stuð

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 00:45

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrymur þú segir "Við skulum sjá til eftir endurnýjun eftir prófkjör og kosningar hver ræður við hvað." Það er staðreynd að sjáfstæðismenn hafa mótað vont samfélag á Íslandi. Þeir hafa mótað samfélag græðgi, klíkuskapar, vanhæfni í stjórnsýslu, spillts dómkeris, ný-fasisma og nú langar þeim að halda áfram að gera meira af því sama.

Auðvitað vilja græðgisöflin komast aftur að kjötkötlunum en þeir verða áfram vanhæfir sem fyrr.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 00:50

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ef hægt er að samþykkja neyðarlög og veita rannsóknarnefnd alræði án breytinga á stjórnarskrá - tja, já þá er nú nánast bara allt hægt að vandkvæða.

Nauðsynlegar breytingar á kosningalögum til dæmis ættu því alls ekki að þvælast fyrir núverandi ríkisstjórn - það er lítið mál að samþykkja þær bara strax á morgun. Neyðarlögin tók jú ekki nema um 4 klst að samþykkja.

Baldvin Jónsson, 23.2.2009 kl. 00:52

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála þér Baldvin að það er vel hægt að breyta kosningarlögunum. Stjórnarskráin er mun flóknara dæmi. Eins og Hólmfríður segir "Mun stjórnlagaþing annast alfarið endurskoðun á Stjórnarskrá og kosningareglum, án aðkomu Alþingis."

En síðan fer stjórnarskráin í á þing og stjórnmálamenn hafa fullt valdi til þess að breyta henni, hafna henni eða samþykkja hana.

Það er er langt ferli og dýrt að koma hér á stjórnlagaþingi sem hefur völd. Stjórnmálamennirnir verða löngu búnir að gleima loforðum sínum áður en það gengur í gegn.

Baldvin eina trygga leiðin til þess að breyta stjórnarskránni er gera áhlaup á þingið í næstu kosningum og ná þar nægum völdum til þess að breyta stjórnaskránni.

Framsókn meinar ekkert með því sem þeir segja er það ekki margsannað. ÞEGAR FRAMSÓKN GEFUR LOFORÐ ENDAR ÞAÐ MEÐ ÓSKÖPUM.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 01:56

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

ÞAÐ ER PRÓFSTEINN Á LÝÐRÆÐISVILJA FJÓRFLOKKANNA HVORT ÞEIR BREYTI KOSNINGALÖGUNUM FYRIR KOSNINGAR.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 01:57

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyr heyr.

Neyðarlögin eru hins vegar í raun þá brot á stjórnarskránni og því ólögleg.

Baldvin Jónsson, 23.2.2009 kl. 02:00

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já, ég var búin að frétta af því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 02:09

16 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef kosið er til stjórnlagaþings og slíkt skilar af sér nýrri stjórnarskrá er þar komið plagg sem við munum fá samþykkt. Verði eitthvað múkk hjá aþingismönnum munum við bara taka af þeim völdin. Búsáhaldabytingin mun þá einfaldlega bera þau út. Ég held því ekki að við þurfum að vera verulega hrædd við að stjórnlagatillaga stjórnlagaþings nái ekki fram að ganga.

Héðinn Björnsson, 23.2.2009 kl. 09:19

17 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Vil benda ykkur á að mæta á borgarafundinn sem verður haldinn næsta fimmtudag og fá svör við spurningum er varða kosningalög:

Borgarafundur um persónukjör & kosningalög

Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00

Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða –bandalag grasrótarhópa boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.

Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Magnús  Björn Ólafsson - ritstjóri


Formenn flokkana hafa verið boðaðir  á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál. Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum almennings um persónukjör? Mikilvægt er að almenningur fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.



Sýnum samstöðu og mætum öll

Birgitta Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 09:44

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Héðinn ég er heitur stuðningsmaður lýðræðis en ég held að þingmenn framsóknar séu í brelluleik. Gamlir framsóknareigendur bíða jú eftir tækifærum sem þeir síðan nota vel.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 12:01

19 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Framsóknarfólk vill sjá raunverulegar breytingar og ein leið til raunverulegra breytinga er stjórnlagaþing. Aðalatriðið er að færa valdið til þessara mikilvægu breytinga til fulltrúa almennings - ekki þingmanna eða ráðherra. Það þarf að byggja upp nýtt lýðveldi og við þurfum nýja stjórnarskrá. Merkilegt hvernig hægt er að snúa svona góðum hlutum upp í eitthvað annað bara af því fólk dæmir heilan flokk á röngum forsendum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 23.2.2009 kl. 15:47

20 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Framsókn vill hafa völd þannig að flokkseigendurnir geti haldið áfram að ræna almenning

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband