Mennirnir sem allir fyrirlíta

40 til 50 þjóðarníðingar, hinir sk. útrásarvíkingar, færðu kerfisbundið eignir landsmanna úr landinu og nú blasir við þjóðargjaldþrot.

Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor, Bjarna Ármannsson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurjón Árnason, Lárus Welding, Ólafur Ólafsson, Pálmi Haraldsson, Lýður og Ágúst Guðmundssynir. Bætið gjarnan við listann.

Þjóðarníðingarnir spilltu friðsæld Íslands, eyðulögðu framtíð barna okkar, sundruðu fjölskyldum, flæmdu fólk úr landi og hirtu sparifé landsmanna.

Sjálfstæðisflokkur, framsókn og samfylking hafa bundið þjóðina á skuldaklafa.

Þetta fólk þarf að þekkja af ódæðum þeirra því þeir munu halda áfram á sömu braut.

ÞESSU FÓLKI MÁ ALDREI TREYSTA!


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Þjóðin var rænd og það besta er það virðist öllum standa á sama nema örfáum

Snilld

og kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeim stendur á sama vegna þess að þeir eru ekki búnir að fatta hvað hefur gerst. Þetta rennur smám saman upp fyrir fólki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: TARA

Tek undir það að treysta aldrei þessum mönnum...

TARA, 22.2.2009 kl. 22:08

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það verður að halda þessu á lofti. Pálmi Haraldsson. Hannes Smárason.

Margrét Sigurðardóttir, 22.2.2009 kl. 22:12

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Sök þessa manna er stór en lærdómurinn á að vera sá að láta þetta aldrei gerast aftur.

Þjóðverjum fannst ekki nóg að gert að forkólfar Nasista voru hengdir.  Þeir bönnuðu líka Nasismann.

Siðlaus Kapítalismi er meinsemd sem þarf að kveða í kútinn.  Ég fæ ekki betur séð að verið sé að endurreisa hann í óbreyttri mynd.  Allt í boði Samfylkingarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Á ekki einhver hákarl að eignast Morgunblaðið?

Það er ekki nóg að hengja Sigurjón digra ef guðfeður hans lifa áfram góðu lífi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2009 kl. 22:59

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Ómar það þarf að breyta hér hugarfari og landráðaglæpir eiga að vera ólýðandi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:32

7 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Sæl Jakobína og hafðu þökk fyrir frábær skrif þín - les bloggið þitt oft.

Ætlaði að setja þessa athugasemd við ,,Framtíðarsamfélagið - en kemur alltaf melding um að færslan sé óvirk, svo ég set þessa athugasemd hér.

Ég hef verið að viðra eftirfarandi hugmyndir og spurði einmitt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þessar spurningar á síðasta Borgarafundi í Háskólabíói.

Nú langar mig að velta þessari hugmynd upp við þig og hún er eftirfarandi:

 Væri möguleiki að Ísland tæki upp sem efnahagsstefnu, peningamálastefnu og samfélagsstefnu í sjálfbærri þróun.  Ég held að sú stefna byggi á þeirri samfélagsgerð sem í raun og veru flestir vilja fara - utan frjálshyggju-prumparana eins og ég kalla þá.

Við erum það land í heiminum sem er í 6. sæti yfir það hversu vel við höfum farið eftir samningum Staðardagskrár 21.

Ef við settum Agendu 21 sem opinbera stefnu eins og að ofan greinir, held ég að Íslendingar fengju þá ímynd sem þeir eiga svo sannarlega, ekki keypt ímynd - heldur raunveruleg verðmæti okkar - og við myndum öðlast orðspor okkar aftur.

Hef verið að bera undir ýmsa - hvað heldur þú - væri fræðilegur-framkvæmdalegur möguleiki til þess.  Að vera fyrst þjóða í heiminum til þess að taka upp stjórnsýslulega, efnahagslega, samfélagslega upp stefnu Agenda 21.

Ég held að það sé næsta ljóst að heimurinn stefnir á sjálfbærni, ekki endilega af hugsjón heldur af nauðsyn.

 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:34

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef ekki kynnt mér hvað agenda 21 er. Ég er þó hlynnt sjálfbærri þróun í þeim skilningi að við göngum ekki á höfuðstól náttúrunnar og drögum ekki þannig úr lífsgæðum afkomenda okkar.

Það ætti að vera heildarstefna ríkisvaldsins, þe. stjórnsýsluleg, efnahagsleg og samfélagsleg að ganga ekki á gæði landsins á þann hátt að afkomendur okkar líði fyrir það.

Ég er hinsvegar engin ofstækismanneskja í þessum efnum. Það þurfa að koma til málamiðlanir og ég sé fyrir mér hægfara þróun í þá veru að þetta hugarfar verði ríkjandi.

Ég sé hins vegar fyrir mér að samfélagið þurfi að miða að því að verða sjálfbært um helstu nauðsynjar á mjög skömmum tíma núna. Gjaldeyrisskortur verður viðvarandi næstu árin og því þarf að örva framleyðslu innanlands og gera það á skynsaman hátt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 00:16

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er að tala um almenna neysluvöru, matvæli og þess háttar. Og Alma Jenný ég þakka þér fyrir innlitið og ábyrga afstöðu þína til samfélagsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 00:34

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Alma.

Neyðin kennir naktri konu að spinna.  Og hvað gerir fátæk, stórskuldug smáþjóð langt útí ballarhafi þegar hún er fyrirlitin og smáð og það sem versta er fyrir eyðslufíklana, getur ekki lengur slegið lán í útlöndum?

Hún gerir eitthvað svona.  Reynir að verða græn og sjálfbær.  Og það er til nóg af skrítnu fólki útí hinum stóra heimi sem kynni að meta slíkt.  Og þeir sem hata okkur eru ekki margir þó háværir séu.  Þetta er því leiðin til að öðlast aftur virðingu þjóða.  Og fjandi góður bissness líka því heimsviðskipti hökta mikið í dag.

Góð hugmynd sem þarf að fá vængi og fiður svo hún fljúgi um þjóðarsálina og veki von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2009 kl. 00:53

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þarf að byrja á því að byggja hér upp matvælaframleyðslu.

Hætta við hallarbyggingar sem engu redda öður en IAV.

Það er margt sem við getum framleitt sjálf með þá þekkingu sem við höfum en það þarf líka að hugsa um að bæta við þekkingu sem okkur skortir.

Hið erfiðasta verður að skrúfa ofan af þeirri þekkingu sem hér hefur þróuð á undanförnum árum en það eru svokölluð brellufræði sem aðallega lögfræðingar, endurskoðendur, Hagfræðingar og viðskiptafræðingar hafa menntað sig í. Ég er ekki frá því að arkitektar þurfi að læra upp á nýtt að teikna hús eða lausnir sem falla að umhverfi.

En auðvitað grænt er vænt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 01:44

12 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Agenda 21, var samþykkt af flestum þjóðríkjum heims árið 1992 í Río.  Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs var ein af forsvarsmönnum þessara samninga.

Kyoto-bókunin er liður í Agendu 21.

Þar er stefna um m.a.s. skipulagsmál.

Stefna byggir á sjálfbærni þjóðanna í einu og öllu.  Tekið sé mið af því að við umgöngumst náttúruna þannig að ,,við höfum hana að láni frá börnum okkar og eigum að skila henni jafnvel í betra ástandi en var"

Þá byggir hún á jafnræði þegnanna, að allir hópar séu jafnir, konur og karlar, fatlaðir, ófatlaðir, borgarbúar - dreifbýlisbúar - 

Heimamenning verði efld, bæði á landsvísu sem svæðisvísu.

Matvælaöryggi.

Sem minnstur fjárhagslegur ,,leki" út úr hagkerfi.

Mjög virkt íbúalýðræði.

Hægt er að finna á google.is - Rio 92 - Sustainable developement.

Þá er eru margar upplýsingar að finna á Staðardagskrá 21.

Þetta hefur með efnahagstefnu, samfélagsgerð, peningamálastefnu og ekki síst nýtingu á orku-auðlindum.

Vinsamlegast kíkið á þetta þar sem þið finnið það.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 23.2.2009 kl. 13:29

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir þetta Alma Jenný. Allir þeir liðir sem þú nefnir eru bráðnauðsynleg sjónarmið við framtíðarstefnumótun

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband