Vanhæfir dýpka kreppuna

Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu sest nú í Icesave nefndina en hún stýrði nefnd sem átti að yfirfara ákvæði laga um innstæðutryggingar. Í tilskipun ESB er heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum fagfjárfesta, s.s. ríkja, sveitarfélaga, tryggingafélaga o.s.frv.

Nefndin átti að ljúka störfum í september 2007. Nefndin hélt fjölmarga fundi en hefur ekki formlega lokið störfum. Ekki hefur verið skoðað hve mörg hundruð milljarða Íslendingar töpuðu á því að þessi heimild var ekki nýtt. Bæði Bretar og Hollendingar nýttu sér þessa heimild. Hvað var Áslaug að hugsa? Þrátt fyrir þetta klúður virðist hún ekki hika við að taka að sér ábyrgðarstörf. Veltir hún því ekki fyrir sér hvort ekki sé hættulegt að hún sé aftur komin í stöðu til þess að gera þessa þjóð að öreigum.

Jón Steinsson, hagfræðingur, hefur þetta um stöðuveitingar að segja á Vísi. í haust:

„Er nema von að allt sé að fara til fjandans á Íslandi þegar trekk í trekk er gengið fram hjá hæfasta fólki landsins og afdankaðir stjórnmálamenn, skyldmenni þeirra og aðrir flokkshestar eru ráðnir í margar helstu stöður innan ríkisins,"

Grein um Icesave á Vísi


mbl.is Svavar stýrir Icesave nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ja hérna ekki er frumlegheitunum fyrir að fara.  Til hvers var janúarbyltingin? Kicking Dirt 





Magnús Sigurðsson, 24.2.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Byltingin er ekki búin.

Vilborg Traustadóttir, 24.2.2009 kl. 13:54

3 identicon

Þarna er komin enn ein astæðan fyrir að siðbot verður að eiga ser stað i islenskri stjornsyslu. Stjornmalamenn ættu ekki að vera fyrsti og besti kostur.

Burt með spillingaröflin, hvar i flokki sem þau finnast!

Kolla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:58

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Yndislegt - við fáum þá örugglega að borga meira. Love it!

Arinbjörn Kúld, 24.2.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband