Auðmenn mættir til þess að hirða auðlindirnar

Cosser ástralskur auðkýfingur er mættur til þess að hirða auðlindir íslendinga. Hann ætlar að byrja á því að kaupa Moggann.

Ég spái því að hann ætli að nota moggann til þess að koma falsupplýsingum til almenning og heilafþvo þjóðina.

Síðan ætlar hann að hirða bestu bitanna úr verðmætasköpun Íslendinga. Hann ætlar að kaupa orkulindir (sjálfsagt í boði Alfreðs og Davíðs eða einhverra annarra auðvaldssinna sem vilja gera þjóðina örsnauða og hygla að auðmönnum) og ferðaiðnaðinn.

Kannski lokar hann Moggablogginu því þar fer mikið andóf fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er nú reynda ofurlítið undrandi á að ekki sé búið að loka bæði mogga- og vísisbloggi af ofangreindum ástæðum. En þessi koma ástralans er æði dularfull og hann ætlar að kaupa hálft landið ef ég skildi fréttir rétt.

Arinbjörn Kúld, 24.2.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Ari honum virðist bara lítast vel á Ísland.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.2.2009 kl. 20:57

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég spyr mig hvers vegna? Hver bauð honum? Höfum við ekki brennt okkur nógu illa á innlendum auðmönnum?

Hvers konar maður er það sem segist eiga íbúð sem er svo verðmæt að hún er þrettán sinnum verðmætari en Mogginn? Ef það væri 1. apríl hefði ég skilið þessa frétt en það er víst febrúar enn þá og það eina sem þessi frétt gerir mér að vekja upp stórar spurningar og kuldahrolli!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:02

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er uggvekjandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem ég óttast er að á meðan krónan er verðlaus komi útlendir auðmenn og kaupi upp sveitir landsins með öllu, föstu og lausu. Það er þröngt í búi hjá mörgum bændum þessa dagana og þeir því auðsóttir.

Fari svo þá mun ég fara að dæmi Ögmundar Pálssonar síðasta Skálholtsbiskupar í kaþólskri tíð sem stefndi útsendurum hins nýja siðar "fyrir Guðs dóm" er þeir handtóku hann og fluttu á brott. "Útrásarbyltingin" sem Davíð Oddsson lofaði með hvað mestum fjálgleik þegar vindar blésu hvað hagstæðast og þakkaði sér hefur orðið þjóðinni mesta ógæfa allt frá Móðuharðindum.

Enginn er ábyrgur og þjóðin er jafn bjargarvana til að bregðast við eins og frumbyggjar við innrás nýlendukúgaranna. 

Árni Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband