Endalaus kúgun

Ekki veit ég hvaðan hún kemur en kúgun er það. Það má ekki fara dómstólaleiðina við breta. Það má ekki kæra glæpamenn. Það má ekki upplýsa um samninga. Það má ekki upplýsa hverjir eru samstarfsmenn erlendra auðkýfinga.

Það má ekki rekja peningaslóðir. Skilanefndir bankanna stand vörð um glæpamennina og þyggja háar mútur frá ríkinu fyrir. Auðmennirnir berjast um auðlindirnar.

Hver fær orkulindirnar? Hver fær vatnsréttindin? Búið er að stela fiskinum í sjónum. Verða byggðar hér olíuhreinsunarstöðvar? Græðgin í auðmönnunum er að þrýsta millistéttinni niður á fátækrastig. Aðeins hinir þrælslunduðu fá aðgang að verðmætunum.


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju má ekki fara dómstólaleiðina á Íslandi? Eru allir lögfræðingar í vasa Sjálfstæðismana? Er allt valdakerfið á Íslandi samtaka um að kúga almenning? ASÍ hefur m.a.s. brugðist. Hvert getur almenningur leitað?

Rósa (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:12

2 identicon

Ótrúlega yfirgripsmikil vanþekking eða heimska í spurningu Rósu - fyrri stjórn var að skoða dómstólaleiðina gegn bretum - Sigurður Kári fékk frumvarp í gegnum þingið til þess að sýna stuðning þingsins við málssókn KB banka - Davíð Oddson hamast við að senda Fjármálaeftirlitinu - undir stjórn stórkratans Jóns Sigurðssonar - upplýsingar sem og til rannsóknarnefnda - um hvað ertu eiginlega að tala???

Rósa -það er betra að þegja og vera talin heimsk en að tala og taka af allan vafa.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef heyrt að allir dómarar nema einn á Íslandi séu félagar í Flokknum. Ég held að valdakerfinu á Íslandin sé mjög annt um að ná helst öllum verðmætum af almenningi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 12:05

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir sem komast til valda þora ekki að taka stöðu með almenningi af ótta um eigin hag. Valdabáknið á Íslandi er með þræði út um allt og einstaklingar mega sín einskis gegn því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ólafur ég ætla að biðja þig um að vera ekki með dónaskap á mínu bloggi. Það eru ekki til heimskulegar spurningar en hins vegar eru til heimskulegar fullyrðingar. Heimskulegar fullyrðingar eiga rætur sínar í vondum málsstað. Föðurlandssvikarar fara mikinn með slíkar núna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband