Hvers vegna hafa landráðamenn ekki verið ákærðir?

Ég fann þessa athugasemd við bloggfærslu hjá henni Hlédísi Bloggvinkonu og kem þessu hér á framfæri:

Ég hef unnið í glæpamálum í Svíþjóð í 25 ár, og ef þetta hefði skeð þar sætu a.m.k. 25 - 30 manns í einangraðu gæsluvarðhaldi fyrir svik. Flutti þangað 1988 og var með í fasteignahruninnu þar.

Var bara tæp 3 ár á Íslandi vegna deyjandi móður og fór strax tilbaka þegar hún lést. Og það er mikil skömm á mörgum stöðum í Svíþjóð og Danmörku núna, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og útrárvíkingarnir s.k. rændu alla þjóðinna og eru enn að.

Eignaupptaka er orðinn færibandavinna hjá Ríkisbönkunum. Stærsti okurlánari sem nokkurtíma hefur verið á Íslandi, stofnandi Kaupþings, ætlar í framboð. Hans mál er fyrnt og var það með vilja gert.

Björn f.v. dómsmálaráðherra ásamt vini sýnum Valtý Sigurðsyni Saksóknara sáu um að tefja bankarannsóknina eins lengi og þeir þurftu. Og tókst það.

Í mínum augum er ekkert flókið að á Íslandi er hópur háttsettustu manna í Sjálfstæðisflokknum, bara þrautskipulagður glæpaflokkur í samvinnu við mestu rándýr sem stunda "viðskiptaglæpi". Segir hinn ágæti kommentari.

Og þeiru munu líklegast vinna kostningarnar og komast til valda á ný. Þeir eru hvort eð er með völdinn, hvað sem þessari bráðabyrgða Ríkisstjórn líður. Sem ræður ekki við þessa glæpi eða skilur þá ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég held svei mér þá að það sé bara heill hellingur til í þessu! Ef maður spyr sig hvernig gat þetta gerst og af hverju hefur ekkert verið gert í því þrátt fyrir mörg rök sem hníga að því að umfang efnahagshrunsins hafi verið af mannavöldum þá er eina rökrétta svarið því miður það að þeir sem ráða hafi myndað skálkaskjól fyrir skúrkanna sem rændu þjóðina? Og hverjir ráða í raun? Hverjir hafa komið sínum að í öll mikilvægustu embættin þannig að þó núvernandi ríkisstjórn vilji vinna að umbótum þá rekst hún á endalausa veggi skálkaskjólsins?

Tveir til þrír mánuðir duga ekki til hreinsunarstarfsins. Ekki síst þegar við skoðum aðstæðurnar sem hreinsunarstarfinu er búið. Það er ekki skrýtið þó að manni setji óhug og maður velti fyrir sér alvöru byltingu í þeim tilgangi að binda enda á þá græðgisspillingu sem settu okkur á þjóðina á hausinn en við eru neydd til að búa við enn þá þrátt fyrir það!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.2.2009 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband