Sjálfsstæðisflokkur og efnahagsklúður aldarinnar

Árna Matt virðist vera orðið ljóst að nærveru hans er ekki óskað á alþingi.

Engeyjarættin sem legið hefur eins og mara á þessari þjóð síðan á átjándu öld ætlar hins vegar ekki að gefast upp en Bjarni Ben vill nú komast að kjötkötlunum.

Engeyjarættin ræður yfir miklu olíuveldi á Íslandi. Það er alþekkt að samráð og einokun hefur ríkt á olíumarkaði hér á landi.

Þeir sem stunda þessi samráð hafa komist refsilaust frá því enda hafa þeir haft málsvara á þingi sem passa upp á að lögin séu ólög og að ekki sé hægt að láta glæpamenn sæta ábyrgð.


mbl.is „Nú fer ég að líta í kringum mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þau eiga ekki von á góðu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Maður yrði pungsveittur ef maður gæti!

Rut Sumarliðadóttir, 26.2.2009 kl. 16:34

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kannski er hann góður dýralæknir

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gæti sem best trúað að hann hafi ekki mikla þjálfun

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 16:41

5 identicon

Gott að Árni er hættur, það hefði Björgvinn Sigurðsson Samf. átt að gera líka sem viðskiftaráðherra. En hafa Íslendingar ekki verið með ein bestu lífskjör í heiminum. Ekki er Austur- Evrópa burðug eftir stjórnarfarið sem var þar

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 16:45

6 identicon

Það er dáldið um það þessa dagana að framboðstilkynningar koma frá ungu fólki sem á eða hefur átt nána ættingja á alþingi. Eldra fólkið hverfur úr stjórnmálalífinu og synir og dætur, barnabörn eða systkinabörn þess koma í staðinn.

Hátt olíuverð á Íslandi stafar meðal annars af því að fjármagnkostnaður olífélaganna er mjög hár vegna skuldsetningar. Þeir sem eru verst settir halda uppi verðinu til að standa undir vaxtagreiðslum, og hinir sem skulda minna hafa svipaða álagningu og græða þeim mun meira.

Vegna þessa ástands erum við alltaf að borga skuldir annarra, þ.e.a.s. hár vaxtakostnaður fyrirtækja eins og n1, nýherja, bónus og margra annarra fer beint út í verðlagið.

Þetta innskot hjá mér tengist þessari færslu svona til hliðar í mesta lagi. Vona að það fyrirgefist.

Toni (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 17:17

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Haukur hér er von á 260 til 300 milljarða niðurskurði í velferðarkerfinu, 60 til 80% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota, 16000 atvinnulausir, skuldir ríkisins 1.600 milljarðar. Er þetta velferðin sem þú talar um?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 17:18

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kolkrabbinn er að vakna úr dái. Hann ætlar að ná sínu gamla veldi til baka. Guð hjálpi Íslandi í bráð og lengd.

Arinbjörn Kúld, 26.2.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband