Skiptir þetta engu máli?

Hvað kallar Steingrímur þá vondan fund? Niðurstaða fundarins með ASG er að halda skal á áfram að draga þróttinn úr atvinnulífi landsins með okurvöxtum. Þegar fyrirtækin deyja hverfur sjálfstæði þjóðarinnar með þeim.

Hver er tilgangurinn með ASG samningnum, jú að bjarga krónunni og fjármálakerfinu en afleiðingin er að samfélaginu er rústað.

Valdhafarnir eru að afsala auðlindum þjóðarinnar til þess að bjarga sinni eigin ásýnd. Þeir vilja ekki k1060388 að það verði of augljóst hvernig þeir keyrðu þjóðina í þrot. Til þess að koma í veg fyrir að almenningur fatti hvað þeir eru búnir að gera af sér ætla þeir að selja auðlindirnar til erlendra auðkýfinga og skapa hér sýndarásjónu velferðar.

Kannski eru draumórar sumra hverra enn til staðar. Kannski langar Össuri að verða orkukóngur Íslands. Kannski finnst sumum stjórnmálamönnum áhugavert að vera einhverskonar leppstjórnendur ef þeir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Sennilega eru þeir sumir hverjir orðnir svo úrkynjaðir að þeim þykir vænna um auðuga útlendinga en þjóðina. Eða kannski eru þeir bara svo vitlausir að þeir hlýða blint á boðskap auðvaldsins.

Þeir vilja velja auðveldu leiðina en börnum okkar og framtíð þessarar þjóðar skal fórnað fyrir völd þeirra.

Nýlega var sýndur þáttur í sænska sjónvarpinu sem bar heitið "är maten stut" en þar er fjallað um yfirvofandi matarskort í heiminum. Mataröryggi á Íslandi er lítið. Hér eru ekki framleiddur nema helmingur þess matar sem þjóðin neytir.

Ein leið til þess að auka öryggi þjóðarinnar í heimskreppunni er að byggja upp hér matvælaframleiðslu en ekki er að sjá að stjórnvöld séu með þetta í huga nú. Kristján Möller í Samfylkingu vill byggja göng og eyða 20 milljörðum í samgöngukerfið.

Ef peningar sem fara eiga í uppbyggingu eru settir í framleiðslu sem tryggir að grunnþörfum pinkcyclamenþjóðarinnar verði uppfyllt er verið að ná fjórum markmiðum sem eru mikilvæg í dag.

  1. Matvælaöryggi eykst á Íslandi
  2. Atvinnustig eykst á Íslandi
  3. Gjaldeyrir sparast
  4. Framlag til yfirvofandi fæðuskorts í heiminum

Svona hugmyndir þykja ekki spennandi. Áhersla er lögð á að gera samtímann þægilegan en ekki er hugsað um framtíð þjóðarinnar.

Markmið sem þjóna framtíðinni og börnum okkar nást ekki ef gróðahyggjan ræður ferðinni. Við verðum að vera tilbúin til þess að fórna þægindum til þess að skapa lífvænlegt umhverfi fyrir afkomendur okkar.


mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta er frábær hugmynd. Nóg eigum við af orku til svona vinnslu.

Rut Sumarliðadóttir, 26.2.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta þarf að hugsa um.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.2.2009 kl. 22:18

3 identicon

Samfylkingin vill ekkert nema Evrópu og hefur alltaf sótt þangað - þegar sú umræða hófst var reynt að benda á að það væri ekki óþekkt fyrirbæri að átök ættu sér stað í Evrópu og hvort fólk héldi að fyrsta hugsunin þar yði sú að senda okkur mat - þá vildi kratar leggja niður landbúnaðinn hér heima - hugmyndir þínar um margt góðar og má vel samræma þær stóriðju og annari uppbyggingu.

Ólafur I Hrólfsson 

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Margbreytileiki er mikilvægur þegar að atvinnulíf er annars vegar. Ef atvinnulífið er fjölbreytt skapast breiður þekkingagrunnur í samfélaginu.

Stefna yfirvalda um einhæfni í atvinnulífi, þ.e. stóriðja, fjármálastarfsemi og fiskur skapaði mikla áhættu fyrir þjóðina. Þegar þessar greinar hrinja eins og gerst hefur nú situr þjóðin uppi þekkingarsnauð og með fáar bjargir. Þetta hefur sýnt sig á undanförnum mánuðum.

Fólk er frosið í sama farinu. Vilja bara taka meiri lán og selja þar að auki mjólkurkýrnar. Hvar er vitið í þessu?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband