Hvers vegna voru lögin samþykkt á ríkisstjórnarfundi?

Er ekki til eitthvað sem heitir Alþingi Íslendinga?478666A

Má ekki bara senda það lið heim?

Ástundar þessi ríkisstjórn lýðræðisleg vinnubrögð?

Vill Össur færa orkuauðlindirnar úr eigu ríkisins í eigu auðmanna?

Loka skattasmugum, hefur samfylkingin ekki haft tvö ár til þess að gera eitthvað í málinu.

Voru auðvaldssinnar innan samfylkingar tregir að samþykkja svona lög?


mbl.is Tekið á skattaparadísum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég veit ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið með skattamálin mörg síðustu ár, þar sem dýralæknirinn var í stóli fjármálaráðherra og Haarde þar á undan.

Er þá ekki líklegra að það hafi verið þeir sem ekkert hafi gert í málinu og viljað stoppa þá af og það sé einmitt Samfylkingin sem sé að rífa þetta af stað núna með dyggri aðstoð VG ?

Smári Jökull Jónsson, 27.2.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það verður aldrei þvegið af samfylkingu að hún studdi sjálfstæðisflokk í óhæfuverkum sínum undanfarin tvö ár. Þeir aðilar sem stóðu með sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn seldu velferð þjóðarinnar fyrir eigin völd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 13:35

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram frumvarp til laga. Alþingi samþykkir lög.

Sigurbjörn Sveinsson, 27.2.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir Sigurbjörn þessa kennslustund í stjórnsýslufræði. Getur ríkisstjórnin þá stoppað öll frumvörp ef þau þóknast henni ekki þannig að þingmenn fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um málið?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvers vegna skiptir þetta samþykki máli?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 13:48

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Einhver stjórn verður að vera á galskapnum. Ríkisstjórnin er jú bræðingur.  Það verður að tryggja sama málatilbúnað í báðum þingflokkum. Hver veit nema einhver þingmaður stoppi mál þar. T.d. Lúðvík Bergvinsson eða Álfheiður?

Sigurbjörn Sveinsson, 27.2.2009 kl. 14:11

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er töluverð mygla inni á þingi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 14:21

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. skiptir ekki máli hvort talað var um frumvarp eða lög. Samþykkt frumvarp eru lög og boðskapurinn í fréttinni var að nú ætti bara eftir að senda þetta niður á þing og fá stimpilinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband