Þjóð í ánauð forheimskunnar

Engeyjarættin hefur haft mikil völd á Íslandi frá því á átjándu öld

Björn Bjarnason hefur lengi verið fulltrúi þessarar ættar í stjórnmálum og er einnig í Bildenberghópnum (klúbbur heimsvalds- og auðvaldssinna).

Síðustu árin hefur Björn Bjarnason verið dómsmálaráðherra en er nú á leið úr stjórnmálum en við tekur sem fulltrúi og málssvari Engeyjarættarinnar frændi hans Bjarni Benediktsson.

Aðrir í Engeyjarætt eru aðsópsmiklir í viðskiptalífi Íslendinga. Miklir viðskiptahagsmunir eru í húfi fyrir ættina. Ávallt eru á Alþingi Íslendinga menn sem verja viðskiptahagsmuni og gera samráð, einokun og vafasama viðskiptahætti annað hvort löglega eða ótæka til refsingar gagnvart þeim sem brjóta af sér.

Arfleifð Björns í embætti dómsmálaráðherra er að honum tókst að koma í veg fyrir að nokkuð upplýstist í kjölfar hrunsins um ástæður þess og þá viðskiptaglæpi sem liggja því að baki.

Uppeldi Íslendinga hefur einkennst af innrætingu trúarhugmynda og uppfræðslu fremur en menntun sem eflir dómgreind, gagnrýna og sjálfstæða hugsun, málfrelsi og getu til tjáningar.

Þessi stefna á rætur að rekja til átjándu aldar og er enn við lýði þrátt fyrir baráttu dugmikilla einstaklinga innan menntamálageirans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ég að skilja þig rétt, ef maður er af þessari Engeyjarætt, þá er maður óhæfur stjórnmálamaður?

Veistu nokkuð hvernig stjórnmálamenn eru í Schewing ættinni eða Bakkastaðaætt. Er búið að gera úttekt á hvernig stjórnmálamenn eru í Íslenskum ættumk?

Er pólitík virkilega svona genatengd?

Bjöggi (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við skulum dæma menn af gjörðum þeirra.

Ég skrifa ekkert um það hvort þessir menn séu óhæfir eða hæfir til stjórnmála.

Það er hinsvegar sjálfsagt að kjósendur viti hverra hagsmuna þeir gæta og geti því gengið vel upplýstir að kjörkössunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 14:56

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef ég hefði sérlega mikla ánægju af því að láta kúga mig með einokun, verðsamráði fyrirtækja og ólögum sem vernda viðskiptaglæpalýð væri ég ekki í vafa um hverja ég ætti að kjósa.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 14:57

4 identicon

Hverra hagsmuna þeir eru að gæta!

Ég hélt að allir pólitíkusar væru eins, vinstri, hægri eða miðjuþenkjandi. Þeir eru bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér og stundum um flokkinn.

Ég vissi ekki að það væri munur á kúk og skít, en svona er maður alltaf að læra eitthvað nýtt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband