Seldu valdið yfir Íslandi í hendur lánadrottna

Kalla þeir þetta varúðarorð?

Þeir kvöttu seðlabankann til þess að hækka yfirdráttarheimildina til þess að bankarnir gætu þanist úr enn meira. Þeir vildu skuldsetja þjóðina enn meira.

Þeir lýsa því hvernig þaggað hefur verið niður í gagnrýnisröddum og þeim meinaður aðgangur að fjölmiðlum.

Hvernig var það gert? Jú það var gert með því að stórir hluthafar fengu lán í bönkunum og keyptu hlutabréf með lánsfé úr bönkunum sjálfum og héldu þannig uppi falshugmyndum um verðmæti. Tók Sigurður Einarson ekki þátt í þessu spilavíti?

Kallar hann það að hætta hafi vofað yfir íslensku frjármálakerfi ýkjur. Eru það varúðarorð?

Bréf Sigurðar Einarsonar til forsætisráðherra og seðlabankastjóra eru ekki varúðarorð heldur eindregin beiðni til þeirra um stuðning við að taka meiri áhættu og um að koma þjóðinn í enn meiri skít til þess að Kauðþingseigendur gætu grætt enn meira á geðveikinni.


mbl.is Ekki brugðist við varúðarorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Með ólíkindum hrokinn í þessum manni / mönnum - hvað er til ráða til að ná fram rétti fólksins, fólksins sem þeir hafa og eru að traðka á, misbjóða, misbeita

Jón Snæbjörnsson, 27.2.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta lið er með þræði út um allt. Inn í alla flokka. Almenningur þarf að rísa upp gegn þessum fjanda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

„það hefur tekist að minnka trúverðugleika þeirra“! Þetta er ótrúlegur andskoti.

Ævar Rafn Kjartansson, 27.2.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband