Það kom að því að Moggin fór að hafa áhyggjur af jafnrétti

Fjölmargar nefnir á vegum hins opinbera er annað hvort alfarið skipaður körlum eða að yfirgnæfandi meirihluta skipaður körlum. Moggin hefur ekki haft af þessu miklar áhyggjur.

Nú kemur upp sú staða að ein nefnd er fullskipuð konum og þá kemur frétt í áróðurstíl.

Þetta er tær birtingamynd þess ofstækis sem ríkir gegn konum af hálfu ný-fasismans!


mbl.is Hugsanlega brot á jafnréttislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þeir benda náttúrulega ekki á, að lögin voru brotin strax þegar fyrsta bankaráðið var skipað, enda var það Árni Matt sem skipaði það.

Marinó G. Njálsson, 27.2.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir að benda á þetta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 16:29

3 identicon

Sæl,

  Athyglisvert að þú talar um fasisma í þessu sambandi. Það er nú bara þannig að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda bankaviðskipti og eru menntaðir í þessu eru karlmenn. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að þeir séu í meirhluta.

    Ég ætla ekki að halda neinu fram, en þegar stjórnin er skipuð einstaklingum sem hafa litla ef enga reynslu eða menntun af bankaviðskiptum þá hlýtur maður að spyrja sig hvort einhver pólitík hafi verið í spilunum?

    Ég er ekki að segja að þessir einstaklingar séu vanhæfir, síður en svo, en aftur á móti getur það varla verið slæmt að ræða hlutina hreint út, og segja að þetta hafi verið pólitískar ráðningar.

p.s. Tek það fram að ég hef engar sérstakar skoðanir almennt um þetta, eða neinna hagsmuna að gæta, og hef alltaf verið mjög krítískur á stjórnir bankanna. 

  Reyndar er ekki í háum söðli að detta, eins og ástandið er núna, þannig að kannski er þetta bara allt í lagi.  

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 16:58

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jóhannes hvaðan hefur þú fengið þá hugmynd að konur sé ver menntaðar til starfanna? Þetta eru fleipur því stór hluti útskrifaðra úr viðskiptadeild á undanförnum árum eru konur.

"Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda bankaviðskipti eru karlar" halló er það ekki vegna þess að gengið hefur verið fram hjá konum til þessa.

Fullyrðingar þínar bera vott um hugsunarhátt fasisman sem trúir á hina æðri manngerð, t.d. að karlmenn séu hæfari til bankaviðskipta jafnvel þótt þeir séu búnir að draga allt bankakerfið niður í skítinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 17:16

5 identicon

"Jóhannes hvaðan hefur þú fengið þá hugmynd að konur sé ver menntaðar til starfanna?"

Ég get ekki lesið þessa fullyrðingu út úr því sem Jóhannes skrifaði, eina sem hann minnist á þar er að það séu fleiri, sem þýðir ekki ver.

"Fullyrðingar þínar bera vott um hugsunarhátt fasisman sem trúir á hina æðri manngerð,"

Held þú ættir nú aðeins að líta á eigin barm áður en þú ullar svona vitleysu út úr þér bara af því að viðkomandi skrifaði eitthvað sem þér líkaði ekki.

Halldór (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:29

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Halldór ég bendi einnig á að konur menntaðar til bankastarfa eru ekki færri en karlar. Ég dreg þá ályktun af málflutningi þínum að þú aðhyllist einni nýfasmisman og styðjir það að konur fái ekki framgang vegna þess að þær séu óæðri.

Annars er ókarlmannlegt að skrifa ekki undir fullu nafni.

Eitt af eðalsmerkjum þeirra fasista sem stinga sér inn á bloggið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 18:55

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jóhannes, ég veit ekki í hvaða tölfræði þú ert að vísa.  Nær alls staðar, þar sem ég stunda bankaviðskipti, þá eru mun fleiri konur á þeim vinnustöðum en karlar.  Vandamálið er að við höfðum fullt af einstaklingum (mest ungir karlar nýskriðnir úr hinni heimsþekktu og mikilsmetnu viðskiptafræðideild Háskóla Íslands) með dapra kunnáttu í bankaviðskiptum í of háum stöðum í bönkunum og þess vegna fóru hlutirnir eins og þeir fóru.  Menn hefðu betur girt sig í brók og sett á sig axlabönd og belti, þá værum við ekki að líða í dag fyrir ævintýramennsku þeirra og fákunnáttu í áhættustýringu.

Marinó G. Njálsson, 27.2.2009 kl. 23:21

8 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Fór nú aðeins yfir tölurnar frá HÍ um útskrifaða nemendur við Viðskipta- og hagfræði deild og vissulega hafa Konur sótt sig á hvað varðar nám á þessu sviði síðustu ár en þegar á heildina er litið þá hafa fleiri karlmenn en konur útskrifast úr viðskipta og hagfræðisviðinu,  hinsvegar hef ég nú ekki brotið þetta meira niður en svo að taka bara yfir heildina á sviðinu en ekki hversu margir voru að stunda hvert sérsvið t.d. hagfræði, viðskiptafræði eða mannauðsstjórnun,  en ég myndi nú segja að sérhæfa sig í mannauðsstjórnun sé ekki rétta menntunin í að vera í fjárhagslegri ábyrgð fyrir banka en það er allt annað mál.

Tek fram að ég fór ekki í hagstofuna til að ná í þetta þar sem hagstofan setur Félagsfræði, Viðskiptafræði og Lögfræðina undir sama hatt og er því ekki marktæk í þessu samhengi. Ég fór bara beint í útskriftarlistana frá HÍ og taldi þetta í höndunum.

Ég býst nú við að verða kallaður "nýfasisti" (hvað í ósköpunum er það annars,  á það að vera svona anti-feminísti?) fyrir þessi skrif en mér er alveg sama hvað fólk kallar mig,  rétt skal vera rétt.

tek fram að ég er ekki þessi Jóhannes hérna að ofan.

Jóhannes H. Laxdal, 28.2.2009 kl. 00:34

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jóhannes H. Laxdal, ég tek alveg undir að fleiri karlar eru í "fínni" stöðum, en ég held að innan bankanna vinni þó fleiri konur en karlar.  Hugsanlega eru þær minna menntaðar eða sætta sig við að byrja á "gólfinu" og reyna eftir bestu getu að vinna sig upp, meðan ungkarlarnir telja það sjálfgefið að hoppa í vellaunaðar, spennandi stöður.

Marinó G. Njálsson, 28.2.2009 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband