Valdakerfið í blekkingaáróðri

Fréttablaðið birtir falsupplýsingar úr skoðanakönnum sem er líka framkvæmd með vafasömum hætti.

Kynning á fylgi flokkanna er mjög villandi og ekki kemur fram á forsíðu blaðsins að 48% taka ekki afstöðu til til neins flokks þegar þeir eru spurðir.

Það er einnig ljóst að spurningarnar voru leiðandi og spurningar orðaðar með það fyrir augum að þvinga fólk til þess að taka afstöðu til flokka innan núgildandi valdakerfis.

Greinilegt er að um helmingur almennings hafnar öllum flokkunum

Ég lýsi eftir fólki sem á engan kvóta, sem á ekki von á því að erfa kvóta, sem er ekki að drepast úr græðgi, sem hefur velferð almennings að leiðarljósi og sem vill ekki gefast á vald erlendum auðkýfingum, auðvaldsstefnu eða græðgisfirringu.

Stofnið flokk sem almenningur getur treyst fyrir velferð sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm. Frasinn er: "Prósentuhlutfall þeirra sem tóku afstöðu var..." Eins og hlutleysi sé ekki afstaða.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef í hundrað manna úrtaki, geti 90%. ekki tekið afstöðu til flokka í boði og þá er sú afstaða afstaða. En í þessum kúnstum eru því 5 látnir segja til um hlutfall flokkanna, í stað hinna 90, sem segja allt um afstöðu þjóðarinnar og traust. Þessi könnun sýnir að helmingur þjóðarinnar treystir ekki gömlu flokkunum og ef samfylking fær t.d. 30% þeirra sem taka afstðu til flokkanna, þýðir það að 70% treysta henni ekki. Er það ekki málið?

Við getum leikið okkur að tölum líka og það jafnvel á marktækari hátt. Ef framsókn fær 10& þá hafa þeir ekki traust 90%. Svona einfalt er það, sama hvaða möntru  menn þylja sér til sefjunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband