Vinur Björns Bjarnasonar að störfum

Nefndin sem fyrri ríksisstjórn skipaði vini sína í til þess að rannsaka sjálfa sig er nú að störfum og spyr eflaust þægilegra spurninga.

Ég er að lesa pistil eftir Ómar Geirsson og byrti hér ágrip úr honum:

Síðan urðum við sjálfstæð 1918.  Réðum öllu nema utanríkisstefnu okkar.  Fullt sjálfstæði fékk svo þjóðin 1944 og því hélt hún í 64 ár.  Í október 2008 glataði Íslenska þjóðin sjálfstæði sínu í kjölfar alvarlegrar efnahagskreppu.  Þjóðin var kúguð af vinaþjóðum sínum á Norðurlöndum að gangast undir yfirstjórn erlendra frjálshyggjumanna sem iðka blóðfórnir og annan níðingsskap.  Manna sem hafa skipulagt alþjóðlegt rán á eigum ótal fátækra þjóða og monta sig opinberlega á hvað þeir hafa náð að skemma innviði margra þjóðfélaga, eyðilagt heilsugæslu og menntakerfi. rústað landbúnaði og annarri atvinnustarfsemi fátæks fólks undir því yfirskini að frjáls markaður sé allra meina bót.  Blóðslóðin liggur eftir þá því fátæk börn sem deyja úr vannæringu eða skorti á læknisþjónustu, þurfa ekki að deyja ef alþjóðasamfélagið hefið komið til hjálpar með mennsku og mannúð en ekki illmennsku og  frjálshyggju.  


mbl.is Ráðamenn í skýrslutökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Takk fyrir að vitna í mig.  Ég á ekki von á miklum lestri því ég er dálítið á einskis manns landi í gagnrýni minni.  Það er aldrei fallið til vinsælda að ráðast af goðunum og fólk vill trúa þeirri blekkingu að núverandi stjórn sé á einhvern hátt að hjálpa því.  Það neitar að horfast í augu á þeirri staðreynd að öll hennar helstu mál eru arfleið fyrri stjórnar.  Meira segja Steingrímur er farinn að ljúga eins og Árni.  

Ég hef líka passað mig á því að elta ekki dægurumræðuna.  Þykja það mikil frétt í hverjum mánuði að allar fyrri spár séu rangar,  raunveruleikinn varð verri.  T.d í október voru  hagspámenn að spá 0,2% samdrætti í Japan.  Núna segja Japanir að þeir séu með svipaða framleiðslu og var á áttunda áratugnum.  Fólk, sérstaklega stjórnmálafræðingar og fjölmiðlafólk tala alltaf um Evruna og ESB sem allra meina bót en ESB er í andaslitrum í sinni núverandi mynd.  Þýska útflutningsvélin er að stöðvast.  Einhvern tímann í desember þá var ég orðinn svo þreyttur á talinu um litlu kreppuna að ég sló því fram í bloggi hjá Birni Inga að yfirvofandi heimskreppa yrði mun verri en kreppan mikla. líklegast yrði að fara allt til svarta dauða til að finna meiri samdrátt í Evrópu.

Auðvita hristir fólk hausinn.  Ég er svo heppinn að vera ekki fræðimaður þannig að ég hef losnað við aðdróttanir á því sviði eins og þín þöggun er hugsuð en ég hef næstum því séð fólk hrista hausinn við lyklaboðið og hlæja.  Enda er leikurinn kannski ekki gerður til að vera sammála síðasta ræðumanni.  Hjá mér er hann gerður til að síðasti ræðumaður verði sammála mér eða þá ósammála mér með rökum.

En ástæða þess að ég er að segja þér frá þessu með svona mörgum orðum er að það sló mig mjög í dag að lesa frétt í Morgunblaðinu að þekktur hagfræðingur við Harvard háskóla væri næstum því sammála mér.  Hann er að vísu ekki farinn að horfa til svarta dauða til að fá samanburð enda fylgir þeirri samlíkingu hófleg alvara.  En hann sagði versta kreppa í 100 ár.  Og samt náði hann ekki til að greina allan vandann blessaður kallinn.  

Hver er þá orðinn bölsýnismaður?  Þess vegna verður þú að halda áfram að segja fólki sannleikann þó það sé ekki fallið til vinsælda í augnablikinu.  Ég hef tekið eftir því að margur Samfylkingarmaðurinn og þá sérstaklega VG stuðningsmenn eru ekki eins duglegir að kommintera í athugasemdum eins og þegar þú skaust föstum skotum á Sjálfstæðisflokkinn.  Ég held reyndar að megin skýringin sé sú að þeir eru svo hugsi yfir þróun mála að að þetta sé allt í meltunni hjá þeim.  Ég held að það sé aðeins tímaspursmál að fólk átti sig á því að óhæfuverk eru óhæfuverk, sama hver gerandinn er.  Ég allavega vona það.

En takk fyrir mig í dag og góða nótt.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 28.2.2009 kl. 00:16

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er aldrei svo að ekki megi hafa nokkuð út úr pistlum, svo ruglaðir sem þeir kunna að virðast við fyrstu sýn. Mér þykir það alltaf skjóta skökku við þegar alþjóðastofnanir, sem er gerðar út til að reisa við efnahagslíf þjóða sem hafa búið við skertan hlut, eru úthrópaðar sem samsafn blóðugra svíðinga. Er það virkilega tilfellið að Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi unnið gegn efnahagslegri uppbyggingu í heiminum? Er það samdóma álit Íslendinga samtímans að Sogsvirkjanir og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi hafi hneppt íslenska þjóð í eilífan þrældóm og ánauð? Eru öll svona mál aðeins með eina hlið?

Flosi Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 01:29

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta sem þú segir Flosi er algjör rökleysa.

Lestu samningin við ASG og skoðaðu hagtölurnar. Þá kemstu að því að afleiðingarnar verða skelfilegar ef unnið er eftir stefnu ASG.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 04:11

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Flosi.

Þú ert eldri maður og hefur greinilega verið lengi fjarverandi.  Það er rétt að fyrstu áratugina í sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá vann hann þarfaverk.  Og Alþjóðabankinn hefur líka verið þarfastofnun.  En níðingar frjálshyggjunnar tóku yfir sjóðinn á níunda áratugnum og síðan hefur stefna sjóðsins verið skelfileg.  Þessar ágætu framkvæmdir sem þú nefndir og svo má nefna lánið sem við fengum um 1980, þetta er allt dæmi frá þeim tíma sem fólk stjórnaði sjóðnum. 

Það má vel vera að þér þyki orðbragð mitt harkalegt en þetta er allt saman gömul og góð orð sem eru notuð yfir illar gjörðir og mennina sem framkvæma þær.   Ef þú veist ekki að því þá skal ég upplýsa þig um það að sú gjörð að rústa heilbrigðiskerfum og neyta fátækum fólki um lágmarks læknisþjónustu, kostar mannslíf í fátækum löndum þriðja heimsins.  Ef það var níðingsskapur að drepa börn í útrýmingarbúðum þá hlýtur sama orðið að eiga notast yfir illmenni sem drepa börn, jafnvel þó svört séu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband