Sól á Suðurlandi

...vill að stjórn Landsvirkjunnar verði endurnýjuð

Smugan birtir tilkynningu frá Sól á Suðurlandi:

Sólin gerir sér vonir um að ný stjórn Landsvirkjunar hefði vilja
til að starfa í þágu almennings sem á Landsvirkjun og virða reglur um
góða stjórnsýslu og gagnsæi í vinnubrögðum.

Stjórnkerfi Landsvirkjunar er minnisvarði um brostið Ísland, sem
ekki er ástæða til að halda upp á.

Sól á Suðurlandi vonast til þess að forstjóri Landsvirkjunar taki
aftur boð sitt um að sitja áfram í forstjórastóli, en hann hafði ætlað
að láta af störfum síðastliðið haust.
Eftir áralanga baráttu við Landsvirkjun telja samtökin líklegra að
friður gæti skapast um þetta fyrirtæki þjóðarinnar, ef allir sem þar
hafa virt litils réttindi almennings en unnið í þágu skyndigróða álrisa
og auðhringa, bjóðast sjálfviljugir til að fara frá.
Nýtt fólk þarf að fara yfir það sem aflaga fór í orkugeiranum ekki
síður en í bankageiranum.

Sól á Suðurlandi lýsir ánægju með áherslur nýrrar ríkisstjórnar sem
vill lögfesta Árósarsáttmálann og leggja áherslu á aðra atvinnusköpun
en stórvirkjanir og álframleiðslu. En meira þarf en góðan vilja til
að áherslur um lýðræði og verði að veruleika. Nýir stjórnarhættir í
Landsvirkjun eru þar á meðal.


Með góðri kveðju, fyrir hönd Sólar á Suðurlandi.

Guðfinnur Jakobsson
Halldóra Gunnarsdóttir
Svanborg R. Jónsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband