Sannleikurinn og traustið: hvers vegna sjálfstæðisflokkurinn er rúin trausti.

Hvert er aðalsmerki mikilshæfs stjórnmálamanns? Margir trúa því að góður stjórnmálamaður sé stjórnmálamaður sem geti beitt brellum til að skapa sér jákvæða ásýnd, til að skapa flokki sínum jákvæða ásýnd og samfélaginu í samtíma hans jákvæða ásýnd.

Flest af þessum skilyrðum uppfyllti sjálfstæðisflokkurinn á átján ára valdatíð sinni en veruleikinn var skammt undan

Fátækum fjölgaði með miklum hraða og eru nú stór hluti þjóðarinnar

Mismunun og ójöfnuður jókst markvisst og kerfisbundið

Dregið var markvisst úr velferðarþjónustu og skattgreiðslur almennings notaður í auknum mæli til þess að halda uppi ættingjum og pólitískum vinum

Erlendar skuldir þjóðarbúsins jukust með ofurhraða

Sífellt þrengt að mannréttindum

Áróður eykst á kostnað upplýsinga

Og að lokum hrynur þjóðarbúið á vakt þessara manna

Þetta er ástæðan fyrir því að fylgið hrynur af sjálfstæðisflokknum. Eingöngu um 14% landsmanna styðja flokkin samkvæmt nýlegri skoðana könnun Fréttablaðsins en það er samt ótrúlegur fjöldi miðað við það hvernig flokkurinn hefur rústað velferðinni í landinu á valdatíma sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband