Einstaklingshyggjan tortímir fagmennskunni

Þegar fólk tapar sér í trú sinni á eigin ágæti, ágæti sinnar eigin deildar eða ágæti sinnar eigin starfsstéttar er ekki von á góðu.

Lítilsvirðing á framlagi annarra kemur í veg fyrir að besti árangur náist.

Gildi samvinnu er hunsað, verðmæti samlegðar þekkingu vanmetin og niðurstaðan verður undirmálsþjónusta.

Það þarf að vekja athygli á gildi samvinnu og breiddar í þekkingargrunni meðal fagstétta.

Deyjandi sjúklingar hafa þetta um málið að segja:

„Það á ekki að hætta fyrr en meinið finnst," sagði einn viðmælenda Kristínar sem greindist með krabbamein eftir að hafa gengið milli lækna. „Það vantar samstöðu, það vantar að vinna sem ein heild. Það er fullt af tækjum og gríðarlegri þekkingu. Það er í raun ekkert kerfi í gangi. Ég held að það myndi spara þjóðfélaginu stórpening og manneskjunum mikla hremmingu."

Annar viðmælandi segist eiginlega ekki treysta læknum lengur. „Mér finnst eins og ég ein geti passað mig. Það er greinilega enginn annar sem vill gera það." 


mbl.is Virðing þegar dauðinn nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Sammála að mestu leyti....mér finnst að þeir sem bókstaflega hafa líf fólk í höndum sér ættu að gefa sér meiri tíma og alúð í vinnu sína og að finna rétta sjúkdómsgreiningu.

TARA, 1.3.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband