Max Keiser með áleitnar spurningar

Aumingja hjálp fyrir hina ríku. Það er það sem ríkisstjórnirnar eru að gera í kreppunni. Látið bankanna fara á hausinn. Takið út þjáninguna segir Jim Rodger í þætti Max Keiser. Ríkisstjórnir eru ekki að hjálpa bændum eða atvinnulífinu. Þeir eru bara að bjarga bönkunum og hinir blæða.

Sagt er frá því að ef Austur Evrópa fellur verður heimurinn næstur. Skuldarar í Austur Evrópa geta ekki greitt skuldir sínar og bankar/lánadrottnar munu hrynja í kjölfarið. Vandamál fátækra stafar af því að gengi japansks yens hefur rokið upp. Þeir tóku lán í japönskum yenum vegna þess að vextir voru voru einungis um eitt prósent en þegar gengið ríkur upp um 40 til 50% verða þeir gjaldþrota.

Bankar í Austurríki eru að tapa sem nemur um 70% af vergri landsframleiðslu vegna lána sem verða ekki greidd. Hvers vegna? Jú vegna þess að bankastjórarnir flæktust í geðveikum hugmyndum um hvernig græða megi peninga segir Jim Rodger.

Rodgers bendir á hvernig ríkisstjórnir eru að hjálpa þeim sem rústuðu fjárhagi þjóða að halda áfram í viðskiptum í stað þess að hleypa öðru fólki að. Þetta er skelfileg hagfræði og þetta er skelfileg siðfræði segir Rodgers.

Rogers fullyrðir að ríkissjóðir verði gjaldþrota ef það eigi að reyna að bjarga fjármálakerfinu. Það eru einfaldlega ekki til nógu miklir peningar í heiminum segir hann.

Besta fréttin(spáfréttin) IMF fer á hausinn ef stofnunin reynir að hjálpa öllum sem er bara gott segir Rodgers því stofnunin hefur ekki gert annað en að leyða hörmungar yfir þjóðir síðastliðin 50 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband