Vilja byggja endurreisn á villutrú

Villutrúin felst í því að frjálshyggjumenn líta á bankana sem hluta af efnahagskerfinu og telja að viðreisn bankanna muni bjarga efnahag þjóðarinnar. Markmið þeirra er að bjarga bönkunum og auðvaldinu en þessi stefna rústar efnahag þjóðarinnar.

Michael Hutton hagfræðiprófessor og Wall Street sérfræðingur líkir fjármálakerinu við sníkjudýr á c_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_se_lo_ofbeldi7efnahagslífinu/atvinnulífinu. Hann segir það þarf að velja á milli hvort bjarga eigi sníkjudýrinu eða fórnarlambinu.

Villutrúin boðar að fjármálakerfið sé forsenda efnahagskerfisins sem þurfi að bjarga á hverju sem gengur. Tilburðir til þess að bjarga fjármálakerfinu eru að drepa lífæð þessarar þjóðar, þ.e.a.s. atvinnulífið og efnahag fjölskyldna.

Staðreyndirnar tala sínu máli:

16.000 atvinnulausir og meira atvinnuleysi í pípunum

60 til 80% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota

Krafa ASG um 260 milljarða niðurskurð hjá hinu opinbera fyrir árið 2011

Heimilin stefna hraðbyri í þrot

Tilburðir stjórnvalda eru eins og skrímsli sem er að kyrkja samfélagið. Grimmd þessarar stefnu er óheyrileg.

Ég bið fólk að vakna

Gegn þessu verður að sporna

Myndin er af einum höfunda skýrslu sjálfstæðisflokks um endurreisn


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Falleg mynd af óla klemm, eitthvað svo dæmigerð fyrir stefnu sjálfstæðisflokksins. Einkar lýsandi fyrir framkomu flokksins.

Arinbjörn Kúld, 1.3.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband