Hvað eigum við að borða, íslensku krónuna?

Björgunaraðgerðir í þágu krónunnar eru að kosta þjóðina óheyrilegar fórnir

Matvælaöryggi á Íslandi er lítið. Einungis er til forði á landinu til tveggja mánuða í senn. Þetta virðist ekki valda valdhöfum áhyggjum.

Byggja þarf upp matvælaframleiðslu og ekki horfa einungis til hefðbundinna þátta í þeim efnum. Það hefur verið sýnt fram á að það myndi vera hagkvæmt að byggja upp gróðurhúsarækt og nýta orku til framleiðslu matvælum í auknum mæli. Ræktun á korni þarf einnig að auka og framleiðslu á matvælum út þessum hráefnum. Þetta eykur matvælaöryggi, atvinnustig og sparar gjaldeyri.

Gríðarleg óvissa ríkir um efnahagsmál landsins í nánustu framtíð. Það er sjálfssögð krafa að stjórnvöld taki ekki bara mið af bjartsýnisspám heldur séu líka viðbúin því ef málin ganga til verri vegar.

Einn þáttur í slíkum viðbúnaði er að treysta matvælaöryggi í landinu.


mbl.is Niðurgreiðslurnar óbreyttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Krónan er of hörð undir tönn og einkar ómeltanleg. Seðillinn er afar næringarsnauður og því mæli ég ekki með honum.

Arinbjörn Kúld, 1.3.2009 kl. 16:37

2 identicon

Þetta kallar á viðsnúning hér.

Öll umræða - í dag - um að flytja hér inn t.d. hrátt kjöt í stórum stíl er út úr kortinu, og leitt að segja það - en - veruleikafirrt.

Hér þarf að styrkja frekar undirstöður eigin matvælaframleiðslu eins og þú segir og það ekki síðar en strax.

Jafnframt þarf að fara strax í það að undirbúa breytingu á bílaflota landsmanna með það fyrir augum að nota annan orkugjafa.

Ekki aðeins er farið að ganga á olíbirgðir heimsins svo olían mun hækka stöðugt- við höfum nóg rafmagn hér nú þegar og það er ekki eftir neinu að bíða.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband