Hrói Höttur og Hrói Höttur: smásaga

Bjarni Ben og Sigmundur Davíð hafa fallist í faðma í pólitískum hildarleik kosningarloforða. Sigmundur Davíð lofar þjáðum kjósendum gjöf, 20% flatri niðurfellingu á verðtryggðum skuldum og Bjarni Ben styður Sigmund Davíð. Ég ætla að lýsa hér dæmi sem felst í loforðum þeirra félaga.

Í dæmisögunni er sagt frá nágrönnum sem heita Sigmundur og Bjarni. Þeir keyptu sér alveg eins hús og skulda jafn mikið. Bjarni vill snúa sér alfarið að stjórnmálum og segir því upp stöðu sinni í stjórn olíufélagins N1 til þess að geta snúið sér að fullum krafti að þingstörfum. Pabbi hans Sigmundar heldur hins vegar áfram að starfa í stjórn N1 og Sigmundur á nógan pening því hann hefur miklar fjármagnstekjur af fjölskylduauðnum sem hann þarf bara að borga af 10% skatt. Bjarni er ekki eins vel settur. Hann hefur þurft að minnka við sig vinnu vegna stjórnmálahugsjóna sinna og draumaóra um frjálshyggju Ísland. Auk þess þarf hann að borga 35% tekjuskatt af launum sínum. Það skal tekið fram að þetta er dæmisaga og að þetta eru þykjustunni Sigmundur og þykjustunni Bjarni.

Nú komast alvöru Sigmundur og alvöru Bjarni til valda á Íslandi og 20% niðurfelling á skuldum verður að veruleika.

Þykjustunni Sigmundur er í góðum málum með sína skuldastöðu vegna þess að hann þarf að borga svo lítinn skatt svo hann notar niðurskurðargróðann til þess að skreppa til Kanarí með fjölskylduna.

Þykjustunni Bjarni er í verri málum. Hann þarf að borga svo mikinn skatt og hann hefur bara litla vinnu þannig að hann á ekki lengur fyrir skuldum sínum. Það vantar 25% niðurfellingu á skuldum hans upp á að hann geti haldið húsinu sínu en hann fær bara 20% niðurfellingu. Bjarni verður því gjaldþrota og missir húsið en Sigmundur er voða glaður því hann komst í gott frí til Kanarí og eyddi þar fullt af gjaldeyri sem barnabörnin hans Bjarna þurfa að borga til baka til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Bjarni sem er gjaldþrota verður svo ekkert glaður þegar að hann kemst að því að skatturinn hans hefur hækkað upp í 37% til þess að standa undir styrknum sem Sigmundur fékk til þess að komast til Kanarí.

Á Eyjunni segir:

Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði segir að tillögur Framsóknarflokksins um að 20% allra skulda verði felldar niður sé í raun Hrói höttur með öfugum formerkjum. Verið sé að færa fjármuni úr vasa þeirra fátæku í vasa þeirra ríku.

Og einnig:

Hugmyndir Framóknarflokksins um tuttugu prósenta niðurfærslu á öllum skuldum kosta 1200 milljarða króna. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur sagðist hafa minnisblað með þessum tölum og spurði hver ætti að borga brúsann.

„Ég er hér með minnisblað sem ég hef ekki viljað sýna en það er mat á tuttugu prósenta niðurærslu á öllum skuldum. Stærðargráðan er 1200 milljarðar króna, hver á að borga það?," spurði Steingrímur.

Hann spurði einnig hvernig ætti að framkvæma þessar hugmyndir og hvort sama ætti yfir alla að ganga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband