Börn og ofbeldisíþróttir

Hnefaleikar og börn. Fer þetta saman?

Hnefaleikar og íslendingar fer það saman?

 


mbl.is Ráðist á nemanda í Sandgerðisskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndirðu spyrja sömu spurningar ef hann æfði fótbolta?

Ég get lofa þér því að til eru miklu fleiri dæmu um að krakkar sem æfa fótbolta ráðist á aðra en þeir sem æfa hnefaleika.

Magnús F. (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það ætti að banna fótbolta og kannski ballet líka

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.3.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég velti fyrir mér hvort börn megi æfa hnefaleika, ætti ekki að setja aldursmörk á hnefaleika.

 Magnús, ekki ætlar þú að leggja að jöfnu hnefaleika og fótbolta.  Að sjálfsögu hefur það komið fyrir að barn sem æfir fótbolta lemur annan en munurinn er sá að fótboltaæfingar byggjat ekki á því að lemja andstæðinginn. 

Þórður Ingi Bjarnason, 2.3.2009 kl. 15:46

4 identicon

Hnefaleikar og fótbolti er ekki sambærilegar íþróttir.Mér er líka illa við bardagaíþróttir með kýlingum og spörkum „kickboxing,taekwando,o.fl).Júdóið finnst mér skárra enda meira glímuættar(var kallað japönsk glíma þegar hún var kynnt á Íslandi ).Högg geta valdið ævilöngum örkumlum. Í tölvu og sjónvarpsheimum geta menn verið kýldir út og suður án þess að vera meint af,og það sjá börnin og geta ekki greint sum hver á milli.

Hörður Halldórs. (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:16

5 identicon

Ef fórnarlamb þessarar fólskulegu árásar hefði einmitt æft einhverja sjálfsvarnaríþrótt hefði hann getað varið sig. Til þess eru þessar íþróttir gerðar, ekki til að lemja fólk.. sjálfsögðu eru svartir sauðir inn á milli en það þýðir ekkert að banna íþróttina? Forræðishyggju úrþvætti eins og þú haldið alltaf að þið vitið hvað er öllum fyrir bestu og hvað ekki. Veist þú yfir höfuð eitthvað um Box? Það berjast tveir andstæðingar inn í hring með dómara.

En að sjálfsögðu þurfa alltaf einhverjir að koma óorði á allt saman.

Þú ert eitthvað veik ef þú meinar þetta með að banna fótboltann og hugsanlega ballettið líka.

Jón (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:32

6 identicon

Þetta kemur því nákvæmlega ekkert við hvaða íþrótta viðkomandi æfir og þess vegna afar barnaleg einföldun að segjast vilja bann við hinu eða þessu út af einu rotnu epli.

Mætti þá ekki alveg eins færa rök fyrir því að leggja ætti blátt bann við fæðingum af því stöku sinnum fæðast ofbeldisseggir?

Ég held að uppeldi eigi mestan þátt í því hvernig börn vaxa úr grasi, þess vegna væri réttast að kanna bakgrunn drengsins og hagi hans heima fyrir.

bjkemur (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:45

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já bjkemur t.d. uppeldi sem felur i sér að kenna börnum að beita ofbeldi með hnefahöggum og líta á það sem eðlilegan hlut.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.3.2009 kl. 17:18

8 identicon

Er uppeldi kennt í hnefaleikum? Það er á ábyrgð foreldranna, og ef foreldrar treysta barni sínu í að æfa hnefaleika þá er ekkert að því.. Eigum við að banna hnífa vegna þess í einstaka tilfellum drepa menn fólk með þeim? Eigum við að banna bíla því þeir eru jú mestu drápstólin í dag.. Eigum við ekki að banna skíði vegna þess fyrir stuttu þurfti að taka löpp af manni sem var að keppa í íþróttinni því hann datt svo hryllilega.

Það eru svartir sauðir allstaðar og synd þú skulir vilja banna hnefaleika útaf þessu tilfelli, tækifærissinnaðir nota svona mál til að ná sínu á framfæri 'bönnum BOX útaf fyrir tilviljun æfði einn aðili box sem lamdi annan fyrir stuttu í sandgerði, bönnum BOX' YEAAAAAAAAAAAAAAAAH

Jón (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:38

9 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Af öllum þeim ofbeldismálum sem koma upp hérlendis afhverju er ekki oftar dregið upp hvaða íþróttagrein gerandi stundi?

Hefði þessi gerandi ekki framið verknaðinn ef hann hefði verið að æfa "heilbrigða" íþrótt eins og knattspyrnu?

Ég get þó nánast fullyrt að í flestum, ef ekki öllum, sjálfsvarnaríþróttum, hnefaleikum meðtöldum, þá er lögð gríðarleg áhersla á að sú tækni sem lærist skuli einungis notuð í neyð eða undir handleiðslu þjálfara með öryggisbúnaði.

Getur þú  Jakobína t.d. nefnt mér eitt íþróttafélag á landinu sem kennir börnum að líta á ofbeldi sem eðlilegan hlut? 

Hins vegar eru stundum svartir sauðir sem leynast í hinum ýmsu krókum og kimum. Innan lögreglunar er valdi stundum misbeitt, kunnátta í handbolta gæti nýst (og hefur nýst) til þess að henda grjóti í fólk og stundum beita menn þeirri tækni sem það lærir í sjálfsvarnaríþrótt að óþörfu.

Ólympískir hnefaleikar eru frábær íþrótt sem eykur styrk, þol og snerpu oftar en ekki betur en margar aðrar íþróttagreinar. Taktu eftir að þú þarft ekki að standa í hring og berja annan mann til þess að æfa íþróttina. Meiðslatíðni í fótbolta er t.d. umtalsvert hærri en í hnefaleikum.

Það sem gerist utan æfingarsalsins hefur ekkert með íþróttina að gera heldur einstaklinginn eða það uppeldi sem forráðamenn hans veita honum. Vel má vera að einstaklingurinn telji ofbeldi sem sjálfsagðan hlut en hann lærði það ekki í æfingarsalnum undir handleiðslu kennara, ef svo væri þá væri þjálfarinn vanhæfur til þjálfunar sama hvaða íþróttagrein á við.

Páll Ingi Pálsson, 2.3.2009 kl. 18:41

10 Smámynd: Kjartan Júlíus Einarsson

Þetta er nú alveg fáránleg umræða að reyna að halda því fram að krakkinn hafi lamiðp einhvern vegna þess að hann stundar hnefaleika, hvað um þá sem að aldrei hafa nukkurn tíma stundað neina íþrótt og berja á skólafélögum sínum? Ég er fyllilega sammála því að þetta er eitthvað sem að verður að taka í í uppeldi barnanna og það er á ábyrgð foreldranna, hins vegar veit enginn hvenær svona getur komið fyrir hvaða hugsun er í hausnum á krökkum.

Jakobína, þú ættir að reyna að fræða þig aðeins um þessar íþróttir og hvað það er verið að kenna þeim sem að stunda þetta áður en að þú tjáir þig með svona mikilli fáfræði um þessar íþróttir, eins og Páll bendir á þá er enginn bardaga-íþróttakennari sem kennir að ofbeldi sé jákvætt eða "eðlilegt" eins og þú lætur út úr þér. Hættu nú þessari forræðishugsun...

Kjartan Júlíus Einarsson, 2.3.2009 kl. 19:27

11 identicon

Það eru komin mjög góð svör hérna við þessu þröngsýna, en annars ágæta bloggi.

Að sjálfsögðu er argasta fásinna að halda því fram að ólympískir hnefaleikar valdi því að fólk verði líklegra til að lemja hvort annað. Ólympískir hnefaleikar, sem eru annað en atvinnumanna hnefaleikar, snúast heldur ekki um það að "lemja andstæðinginn". Það er gömul þvæla sem margoft er búið að valta yfir.

Það er líka vert að benda á að einungis var tekið fram að þessi eini stundaði íþrótt, ef hinir hefðu verið í handbolta eða badmintoni bæri ekki að taka það fram líka?Krakkar ná upp mjög miklum höggþunga með smash-hendinni sinni í badminton (þarna tala ég af eigin reynslu). Ef badminton krakki lemur einhvern, hverjum er það að kenna? Þjálfaranum líklegast?

Fótboltamenn verða fyrir höfuðmeiðslum, fótbrotna og eyðileggja á sér hnén um 30. Handboltamönnum er bókstaflega misþyrmt á vellinum í beinni útsendingu fyrir framan sjónvarpsmyndavélar, börn og gamalmenni (sbr. silfurliðið frá Ólympíuleikunum). Samt er börnum ýtt út í að stunda þær íþróttir.

Það að ætla að kenna einni af elstu íþóttagreinunum mannkynssögunnar, sem er viðurkennd af Alþjóða Ólympíusambandinu, Íþróttabandalagi Íslands ásamt því að vera almennt talinn vera góð heilsubót fyrir líkama og sál (a.m.k. ekki verri en boltaíþróttir) um uppeldisleg vandamál er pínu lítið asnalegt. Jafnvel mætti segja að verið væri að horfa fram hjá eiginlega vandamálinu...

Þorsteinn Hannesson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 19:28

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þið horfið fram hjá aðalatriðinum.

Hnefaleikar eru ekki varnaríþrótt heldur árásaríþrótt

Með því að kenna barni hnefaleika er verið að setja vopn í hendurnar á því

og síðast en ekki síst þetta er hallærisleg íþrótt sem lítill sómi er að.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.3.2009 kl. 20:09

13 identicon

Jakobína, þú ert búin að drulla upp á bak hérna. Í stað þess að koma með almennileg rök, segiru hluti út í bláinn eins og 'setja vopn í hendurnar á því' og það er hin argasta vitleysa, það eru ekki vopn notuð í boxi :D!

árásaríþrótt segirðu? Er ég semsagt að ráðast á mann þegar ég keppi við andstæðing minn inn í hringnum? Nei eg er að beita tækni sem er viðurkennd í íþróttinni og dómari með og hann sér um að engar reglur séu brotnar og að menn slasi sig ekki. Þú hefðir að mínu mati betur sleppt því að koma með svona annað eins bull.

Jón (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:55

14 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Sammála Jóni.

Jakobína, ég held þú ættir að hætta að tjá þig í þessu sambandi, þú horfir framhjá öllu nema þínu tunnel-vision bulli og veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um.

Með því að kenna fólki að boxa er verið að kenna því íþrótt, þér er gjarnan kennt að tækla í fótbolta og að ýta í handbolta, ekki vilt þú banna fótbolta af því eitt barn sem æfði fótbolta sparkaði í annað eða handbolta því barn sem æfði handbolta kastaði af fullu afli af 2m færi bolta í andlit annars í þeim tilgangi að meiða?

Bull og vitleysa sem kemur frá þér í þessu samhengi.

Geir Guðbrandsson, 2.3.2009 kl. 21:14

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón hnefarnir eru vopn Boxara

Þótt þessi tækni sé viðurkennd í íþróttinni þýðir ekki að það sé siðlegt að kenna hana börnum sem ekki hafa skynsemi til þess að meta afleiðingar gjörða sinna.

Dæmið í Sandgerði talar sínu máli.

Geir Með því að kenna fólki að boxa er verið að kenna því ofbeldisíþrótt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.3.2009 kl. 21:27

16 identicon

Þó að barn sem æfir hnefaleika hafi ráðist á annað barn, þá þýðir það ekki að það sé orsakasamhengi þar á milli. Hinsvegar er hægt að færa rök fyrir því að ofbeldishneigðir einstaklingar leggji fremur stund á sjálfsvarnaríþróttir en aðrir.

Daníel Fannar (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:42

17 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Hvar á forræðishyggjan að enda?

Banna fótbolta,  fætur geta líka verið vopn, sérstaklega í höndum fótboltaspilara en þeir geta sparkað virkilega fast og hart.

Bönnum líka skylmingar,  það er hægt að meiða fólk með sverðum og prikum.

Eigum við ekki líka að banna  skotfimi og bogfimi?,  það er hægt að meiða með því líka.

Hvað með kraftlyftingar,  Kraftlyftingar styrkja líkamann og það er hægt að nota sterka líkama til að meiða þá sem eru veikari fyrir.

Hvað með ballet?,  ballerínur og hvað sem karla-útgáfan heitir eru venjulega í mjög góðu formi og hafa því yfirburði hvað venjulegt fólk varðar í slagsmálum.

Reiðfimi?,  það er hægt að nota hesta í vafasömum tilgangi, t.d. með því að ríða á fólk,  það getur verið vont að vera tramplaður niður af hesti.

 Eigum við ekki líka að banna líffræði í skóla?,  jú þar er kennt m.a. veikleikar líkamans og þar með verið að auglýsa á hvaða staði er gott að ráðast á.

Eigum við ekki bara að fara alla leið og banna stálhnífapör,  það er hægt að meiða með þeim .. notum bara plasthnífapör.

hvað með einfaldlega að banna krökkum að hitta aðra krakka,  slíkur hittingur gæti leitt af sér rifrildi og þar með slagsmál.

Hvað með bara að fara alla leið og geyma þau lokuð inní bólstuðum kössum í kjallarnum til að það komi örugglega ekkert fyrir þau.

 En svona í fullri alvöru,   af því að eitt rotið epli lamdi einhvern strák (og það er ekkert sem bendir til þess að það hefði ekki gerst ef hann væri ekki að æfa þessa íþrótt) komst í fjölmiðla þá á að spilla fyrir öllum hinum sem eru að æfa hnefaleika án þess að gera neitt af sér.

Hvernig er hægt að vera svona ógurlega þröngsýnn.

Jóhannes H. Laxdal, 2.3.2009 kl. 22:40

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er nú hálflin rökfærsla.´

Box gengur út á að lemja annað fólk. Kennt atferli sem annars þykir siðlaust.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.3.2009 kl. 22:58

19 identicon

Jesus, er fólk virkilega það heimskt að bera saman íþróttir eins og fótbolta og box? Það er ALLTAF hægt að færa rök fyrir því að ekki sé sniðugt að kenna börnum undir lögaldri slagsmálaíþróttir. Hinsvegar er fótbolti ekki ætlaður til þess að meiða andstæðinginn og þótt þú fáir öfluga fætur þá kemur það málinu ekkert við. Fólk hlýtur að geta séð að hnefaleikar séu slagsmála íþrótt þar sem kennt er (eins og í þessu tilviki) 14 ára dreng að kýla annan dreng í andlitið. Ég vill koma því á framfæri að ég er EKKI á móti hnefaleikum, alls ekki en bara koma á framfæri hversu ömurleg rök menn á borð við Jón, Geir, Kjartan, Páll og síðast en ekki síst Jóhannes H. Laxdal eru að nota..... Er Jóhannes bara aðeins of heimskur?

Eitt get ég líka staðfest við ykkur að hlutfallið er miklu hærra í ofbeldisbrotum ef þú æfir slagsmálaíþrótt en ef þú æfir knattspyrnu..... það er bara þannig. Það æfa bara miklu fleiri knattspyrnu enda vinsælasta íþrótt í heimi.

Ekki fara síðan að væla félagar ;) Winners train, loosers complain og haldiði síðan kjafti.

Stefán (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:13

20 identicon

Það sem ég er að meina er að bara af því að þú kannt að slást er alls ekkert samasem merki og á að beita því að fyrra bragði. Fótbolta- og handboltadrengir eru alveg jafn ofbeldishneigðir og hnefaleikadrengir. Munurinn er sá að hnefaleikadrengirnir fá reglulega útrás. Að bera saman hnefaleika og götuslagsmál er eins og að bera saman kynlíf og nauðgun. Þetta tvennt á mjög fátt sameiginlegt. Og Hörður, hvernig heldurðu að það fari að vera kastað á malbiki, það er alveg jafn slæmt eða jafnvel verra en að vera kýldur.

 Ásakið drenginn, ekki íþróttina.

Magnús F. (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:16

21 identicon

Stefán, fáránleg rök? Segðu bloggaranum að koma með rök en ekki tvær setningar alltaf hreint um hvað box sé mikil árásaríþrótt.

Hún er búin að skíta upp á bak í þessu. Punktur.

Jón (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:27

22 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón lærir þú líka þetta orðbrag í hnefaleikum?

Mér finnst framkoma ykkar drengir hér ekki vera þessari íþrótt til sóma.

Íþróttin er í sjálfu sér ósmekkleg og kennir það atferli að kýla fólk og viðurkennir það sem eðlilegt athæfi. Þetta er mín skoðun.

Ég sem sagt dreg í efa fagurfræðilegt og siðferðislegt gildi þessarar íþróttar og set mig í hóp þeirra sem tel að það ætti að banna hana.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.3.2009 kl. 11:30

23 identicon

Góða besta.. þetta kennir fólki að kýla og verja sig já, en því á aðeins að beita inn í hringnum og á boxpúða. Ekki á fólki, fyrir tilviljun æfði þessi drengur box held ég og hafðu það í huga að það getur hver sem er kýlt frá sér, sama þótt hann æfi box eða ekki. Og það er ekki þitt að ákveða eða annarra hvað fólk vill æfa, og það kemur þér ekki við þótt ég boxi, það kemur ekki forræðishyggjusinnum við hvað ég geri í mínum frítíma yfir höfuð.


Vildi óska þess ég gæti drepið forræðishyggju fyrir fullt og allt.

Jón (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:09

24 identicon

Veit engin í rauninni hvað gerðist?

það voru 3 drengir sem voru að leggja hann í einelti og tóku í drenginn sem æfði box.

þannig að þetta á ekki að vera litið á sem áras, hann var einfaldlega að vernda sig sjálfann.

Þannig að ég kalla það bara gott að hann hafi æft box í þessu tilviki...

Líka það að þið eruð að segja manni ekki að líkja saman íþróttum... það er bara bull.

Fótbolti getur alveg verið jafn hættuleg íþrótt sem endar með því að liðinn vilja berja hvort annað því hitt liðið vann og svo efast ég um að einhver vilji fá spark frá ágætlega skotföstum fótbolta manni.

Svo eykur líka fótbolti styrk í öllum líkama og snerpu og þá getur maður væntanlega sparkað hratt OG fast...

absynth (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband