Atvinnuleysistryggingasjóður tómur í ágúst?

Eða kunna stjórnmálamenn ekki að reikna?

Framlag til atvinnuleysisbóta eru samkvæmt fjárlögum 17.570.000.000 árið 2009. Það þarf ekki miklar reikniskúnstir til þess að sjá að sjóðurinn verði tómur í ágúst. Benda má á að ekki er farið að beita niðurskurðarhnífnum að ráði en gert er ráð fyrir 50 milljarða niðurskurði.

Atvinnulausum fjölgar stöðugt og má telja nokkuð bjartsýnt að áætla að framlagið dugi fram í ágúst.

Marga langar að verða þingmenn en flestir þeirra eru lítið að velta fyrir sér hvort þeir séu menn til þess að leysa vandamálin framundan.

Það sem verra er að þegar þeir komast til valda fara þeir að ráða pólitíska vini sína í störf í stað þess að leita upp hæfa sérfræðinga.


mbl.is Tveir milljarðar króna í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband