Afleiðing efnahagsstjórnar sjálfstæðismanna í 18 ár

Nú er svo komið að stór hluti þjóðarinnar á líf sitt undir bónbjörgum.

Ætla má að fyrstu spor margra á náðir hjáparstofnanna séu erfið.

Treystum við eigendum olíufélaga sem stundað hafa viðskiptaglæpi, flugfélaga eða byggingafélaga sem bröskuðu með framtíð fólks til þess að stjórna þessu landi?

PS Frétt í viðskiptablaðinu:

Fjárhagsleg áhrif viðskiptanna á Glitni eru óveruleg segir í tilkynningu. Fjárfestingarfélagið Máttur var í eigu Sjóvár og Glitnis sem áttu 47,5% hvort félag auk þess sem Gunnlaugur M Sigmundsson framkvæmdastjóri keypti 5% í félaginu. Og á teton.is. Gunnlaugur M. Sigmundsson is the chairman of Icelandair (ICEX: IAIR), CEO of Máttur hf. and a board member of N1.

Ætli Engeyjarættin eigi líka hlut í þessu félagi? Hvað er Áning fjárfestingar?

Greint var frá stofnun Máttar í upphafi árs og þar kom fram að stefna Máttar væri að auka verðmæti eigenda sinna með fjárfestingum í skráðum og óskráðum hlutabréfum, bæði í eigin verkefnum og í samstarfi við aðra fjárfesta, segir í tilkynningunni. Meðal eigna Máttar má nefna 11,1% hlut í Icelandair, 12,2% hlut í BNT og er leiðandi fjárfestir í Kcaj sem er breskt félag sem fjárfestir einkum í smásölurekstri þar í landi. Eigið fé Máttar var við stofnun ríflega 3,6 milljarðar og var þá greint frá því að eigendur félagsins hefðu skuldbundið sig til að auka eigið fé enn frekar.

Fann þetta í kommentum hjá Agli:

Sigmundur Davíð er óneitanlega tengdur verstu spillingaröflunum í Framsóknarflokknum. Faðir hans, Gunnlaugur Sigmundsson, var stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Kögunar. Þegar árið 1996 var ákveðið að einkavæða fyrirtækið og átti Gunnlaugur að sjá um það. Hann einkavæddi það þannig að hann eignaðist fyrirtækið sjálfur! Árið 2006 seldi Gunnlaugur Kögun hf. með miklum hagnaði. Kaupandi var Baugsfyrrirtækið 365. Í framhaldinu stofnaði hann fjármálafyrirtækið Mátt ehf. Helstu meðeigendur hans voru Sjóvá og Milestone, aðaleigendur þeiira voru Wernersbörn. 2007 átti Máttur hf. fjórðung hlutafjár Milestone, samtímis því sem Milestone átti hlut í Mætti ehf.! Milestone gerði eins og kunnugt er sérstæða kröfu á gamla Glitni.

Á http://is.wikipedia.org/wiki/Milestone

Milestone ehf. er íslenskt fjárfestingarfélag í eigu systkinanna Karls Wernerssonar, Ingunnar Wernersdóttur og Steingríms Wernerssonar.

Fyrirtækið var stofnað í mars 1988 og hét þá Deiglan-Árman. Fyrirtækið er að hluta til í eigu Leifturs ltd., sem er skráð í Bresku Jómfrúreyjunum, og er einnig í eigu Wernerssystkinanna. Árið 2004 eignaðist fyritækið Apótek Austurbæjar ehf., Vesturbæjarapótek ehf. og Ísrann ehf. Nafninu var breytt í Milestone. Í apríl 2005 keypti Milestone 66.7% eignarhluta í Sjóvá-Almennum tryggingum hf..

Í dag á fyrirtækið auk þess hluti í Glitni banka hf., meirihluta hlutabréfa í Actavis Group hf. ásamt Lyf og heilsu hf. og hluti í Dagsbrún. Í lok árs 2005 námu eignir samstæðunnar um 80 milljörðum króna.

Í desember 2006 var tilkynnt um stofnun nýs fjárfestingarbanka, Askar Capital, sem Milestone væri kjölfestufjárfestir í. (Askar capital er það ekki eitthvað svona Tryggvi Þór Herbertsson)

Og á Ruv 15 feb:

Það er skilanefnd Glitnis sem ræður í raun yfir Milestone og hefur hún gert sænska fjármálaeftirlitinu tilboð um að leggja ákveðna fjárhæð inn á reikning Moderna og koma þannig til móts við kröfur þess. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis vildi í samtali við fréttastofu ekki tilgreina hversu mikið fé verður lagt til en segir að um mikla fjármuni sé að ræða.

Og á Ruv í desember:

Verið er að hygla eigendum fjárfestingarfélagsins Milestone með þeim aðferðum sem notaðar eru við endurskipulagningu þess, segir Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Þessi meðferð sé óeðlileg í nauðasamningum eða gjaldþroti.

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu er verið að endurskipuleggja fjárfestingafélagið Milestone sem bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir eiga. Félagið skuldar 115 milljarða en eignir þess eru metnar á 60 milljarða. Við endurskipulagninguna eru því 55 milljarðar afskrifaðir. Miðað við þetta er eign bræðranna orðin að engu.

 

Hins vegar er þeim tryggður 13% eignahlutur ef eignirnar hækka í verði umfram þessa 60 milljarða. Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir þetta ekki hefðbundin vinnubrögð. Hann segir að ekkert jafnræði sé í þeim samningum sem skilanefndir bankanna séu að gera við fyrirtæki. Sömu reglur gildi ekki um alla eigendur og það sé óréttlátt

Ekki er sænska fjármálaeftirlitið tilbúið til þess að samþykkja siðlaus viðskipti:

Fram kemur (á Eyjunni) að alla endurskipulagningu á starfsemi Milestone þurfi að fá samþykkta af Sænska fjármálaeftirlitinu (FI) þar sem Milestone seldi allar íslenskar eignir sínar til Moderna í Svíþjóð í janúar 2008, en það félag er að fullu í eigu Milestone. FI þarf að samþykkja hvort aðilar geti farið með ráðandi eignarhluti í skráðum og eftirlitsskyldum félögum þar í landi.

 


mbl.is Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband