Hvers vegna taka fjölmiðlarnir þátt í þessari vitleysu?

Sjálfstæðismenn rannsaka sjálfan sig.

Í kastljósinu er spjallað við stjórnendur rannsóknar bankahruns.

Páll Hreinsson hæstaréttardómari og góðvinur Björns Bjarnasonar valinn til forystu í nefndinni. Hann er fyrrverandi aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og í starfsferilsskrá  má sjá að hann hefur starfað ómælt fyrir fyrrum menntamálaráðherra og núverandi dómsmálaráðherra Björn Bjarnason.

Hvers vegna tafði Björn Bjarnason rannsókn á bönkunum og tengdum félögum eftir bankahrunið?

Hvers vegna voru ekki fengnir óháðir aðilar til þess að rannsaka?

Ætlar Björn Bjarnason að ráða því hvernig sagan verður skrifuð um hrunið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Spillingarliðið er bara svona.  Það ætlar að reyna að komast upp með spillinguna á meðan enginn segir neitt.  Fjölmiðlarnir eru náttúrulega málgagn spillingarliðsins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.3.2009 kl. 02:23

2 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ertu að ýja að því að spilling hafi átt sér stað???

Allt þetta mál lyktar af spillingu þess vegna vill engin láta rannsaka eitt né neitt.  Það er spurning hvort landinn þurfi ekki bara að koma á rannsóknarnefnd og ráða reynda menn í starfið (utan frá, t.d. þá sem rannsökuðu Enron hrunið).

Bara svona hugmynd.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 3.3.2009 kl. 08:09

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rannsóknarnefndin er orðin óþægilega hreinskilin og opinská. Geir segir að það sé nú ekki ástæða til að taka þetta alvarlega og þarna séu nú einhverjar rangfærslur!

"En Sjálfstæðisflokkurinn er bara svoleiðis flokkur að þar ríkir málfrelsi!"

Merkilegur flokkur og hefur þessa óvenjulegu sérstöðu að þar ríkir málfrelsi.

Stundum velti ég því fyrir mér hvort Geir sé fremur misheppnaður pólitíkus eða bara venjulegur auli? Og að þá sé bara ekki meira af honum að vænta en raun ber vitni.

Árni Gunnarsson, 3.3.2009 kl. 09:46

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er þeirrar skoðunar að Geir hafi aðallega verið upp á punt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.3.2009 kl. 10:43

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Verstu skúrkarnir hafi verið aðrir í ríkisstjórn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.3.2009 kl. 10:44

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Það var þá puntið

hilmar jónsson, 3.3.2009 kl. 11:17

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eins og við vitum þá er sagan skrifuð af sigurvegurunum. Í okkar tilfelli eru það stjórnmálaflokkarnir og viðskiptalífið.

Arinbjörn Kúld, 3.3.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband