Er persónukjör í farvatninu?

Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um persónukjör.

Margir þingmenn eru ekki hrifnir af hugmyndinni um persónukjör og því spennandi á sjá hverjir samþykkja frumvarpið eða hvort það hljóti náð fyrir þinginu.

Flokkar geta þó áfram valið um það hvort þeir leyfi kjósendum að raða á listanna.

Sagt er frá þessu í Smugunni.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að framboð hafi val um það hvort þau bjóði fram raðaða lista, eins og tíðkast hefur, eða óraðaða lista þar sem kjósendur ráða uppröðun frambjóðenda. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framboð skuli tilkynna yfirkjörstjórn um hvorn kostinn það velji með skriflegri yfirlýsingu ella skuli kjörstjórn líta svo á að um óraðaðan lista sé að ræða.

Verði frumvarpið að lögum munu kjósendur í komandi Alþingiskosningum eiga kost á því að raða frambjóðendum sjálfir upp á lista, taki það framboð sem þeir kjósa þá ákvörðun að bjóða fram óraðaðan lista. Það munu þeir gera með því að merkja við listabókstaf þess lista sem þeir ætla að kjósa og rita síðan númer við nöfn frambjóðenda eftir því hvaða sæti þeir vilja setja þá í. Kjósendur framboða með raðaðan lista munu einnig geta breytt röð frambjóðenda á þeim með því að setja númer við nafn þeirra. Þá verður áfram verður hægt að hafna frambjóðanda með því að strika yfir nafn hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband