Röðuðu dekurkrökkum á jötuna

Valdamenn á Íslandi röðuðu dekurkrökkunum sínum á jötu í bönkum og eignarhaldsfélögum sem spruttu upp úr einkavinavæðingunni.

Dekurkrakkarnir blinduðust af græðgi og hirtu fjöregg þjóðarinnar.

Valdamennirnir notuðu völd sín til þess að slá skjaldborg um dekurkrakkana sína....þess vegna hefur ekkert verið afhjúpað

en vegna þess að dekurkrakkarnir tóku fjöreggið geta nú aðrir foreldrar í landinu ekki veitt börnum sínum einföldustu hluti s.s. mat.

Dæmi um líklegar afleiðingar af glæpum þessara þjóðarníðinga:

Sjúklingar fá ekki nauðsynleg lyf

Bekkir verða sameinaðir í skólum og kennurum fækkað

Háskólar og jafnvel menntaskólar verða bara fyrir forréttindahópa

Tugþúsundir flýja landið sem verður óbyggilegt fyrir aðra en þá sem eru í klíkunni

Stjórnmálamenn hrökklast frá völdum en spillt afsprengi þeirra taka við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 4.3.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Offari

Hvenær koma bjartsýnisgleraugun á markað?

Offari, 4.3.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ætli þau komi ekki á markað um svipað leiti og þingmenn og ráðamenn þjóðarinnar fara að segja satt og lög verða sett um þá sem ljúga og svíkja.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 4.3.2009 kl. 13:46

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Takk fyrir Jakobína að tala tæpitungulaust. Það gera ekki margir hér á þessu skeri. Kannski er það ástæðan fyrir því að við erum í svona djúpum skít?

Margrét Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 15:10

5 Smámynd: Jón Svavarsson

Þetta með landflóttan, ef allt vinnandi fólk flýr land hver á þá að vinna öll verkinn? Ekki hafa auðmenn landsins sýnt í verki að þeim fari neitt úr verki annað en að segjast vera að vinna, hver losar þá sorpið þeirra?

Jón Svavarsson, 5.3.2009 kl. 02:53

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð spurning Jón

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.3.2009 kl. 02:59

7 Smámynd: Jón Svavarsson

Hver á að verka fiskin sem dreginn er að landi'

Hver á að draga fiskinn að landi?

Hver á að bræða allt álið?

Hver á að sópa gólfin og göturnar?

Hvernig á að gera þá allt sem þarf að gera?

Haldið þið að AUÐMENNIRNIR MUNI GERA ÞAÐ?

Jón Svavarsson, 5.3.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband