Er þetta ekki bara reyndin?

Fer ekki bara allt til fjandans ef ekki verður breytt um stefnu hér í stjórnmálum?

Ég dreg þó úr spá Þórs Sari með samlíkingu við Afríkuríki einfaldlega vegna þess að hér er mannauður sem gera má ráð fyrir að haldi hér uppi tiltekinni velferð. Ég óttast þó að þjóðfélagið standi nú veikt fyrir gagnvart áhrifum sem ekki eru því til framdrátta og því þarf að stemma stigu við.

En hverju þarf að breyta?

Hvernig losar þjóðin sig undan skuldbindingum vegna fjárglæframanna?

Hvers vegna samþykkti sjálfstæðisflokkurinn þessar skuldbindingar?

Eitt er víst að það verður að stemma stigu við frekari skuldasöfnun og fara að vinna að því að snúa dæminu við.

Það þarf engar mannvitsbrekkur til þess að koma auga á það.


mbl.is Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hætt við því að töluverður mannauður flytjist úr landi, maður hefur verið að sjá í fréttum að Norðmenn séu að leita að starfsfólki úr heilbrigðisgeiranum til starfa hjá sér svo og Kanadískur ráðherra, ég veit allavega fyrir mitt leiti þá eru engar líkur á því að ég komi heim eftir mitt nám í vor.

Kv Námsmaður erlendis

Námsmaður erlendis (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:42

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Veldur hver á heldur. Nægur er auðurinn í Afríku, eins og hérna. Spurningin er bara hver það er sem ræður ferðinni.

Vésteinn Valgarðsson, 5.3.2009 kl. 00:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála Vésteini hér að framan.

En þú spyrð hvernig að þjóðin losni undan fjárskuldbindingum vegna auðmanna.  Stærsti hlutinn er kominn til að vera.  Það er þau erlendu lán sem þjóðin sannarlega tók.

En hvað varðar þessa 650 milljarða vegna ICEsave, þá eigum við ekki að borga krónu nema að undangengnum dómi hlutlaus dómsstólar.  Ef dómur fellur okkur í óhag, þá eigum við að semja lánaskilmálana og þeir eiga að vera þannig að þeir hvorki hindri endurreisnina eða rústi velferðarkerfinu.  Nógu er það laskað samt.

Hvernig förum við að því.  Við brosum bara blíðlega og segjum Nei-takk.  Hvað gerir ESB.  Neitar okkur um aðild?  Hverjum er ekki sama.  Það lifir ekki út árið í núverandi mynd.  Ég veit að hagfræðihjörðin segir annað en hún sagði líka að það væri skynsamlegt að hafa svona sterka krónu og hún sagði að bankarnir væru sterkir því þeir stóðust öll álagspróf með glans og svo voru þeir alltaf að græða svo mikið.  Dómgreind þeirra gagnvart innri vanda ESB í kreppunni er á svipuðu plani.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er reyndin, og ég sé ekki fram á að þetta breytist - nema allir komi saman og kjósi eitthvað annað en gömlu flokkana.  Nú eru komnir tveir alveg spánnýir sem ég veit af.

Jafnvel þá... 

Ásgrímur Hartmannsson, 5.3.2009 kl. 02:34

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar þú spyrð hverjum er ekki sama, ég get nefnt tvo það eru ISG og Jón Baldvin.

En ég set hér gott komment sem ég rakst á:

Percy, the devil is in the details. Those letters linked to in the blog do not represent a confirmation without qualification that the Icelandic government would be *responsible* in the event that the guarantee fund was inadequate to cover the bank failure. It does say (*emphasis added*):

“would do everything that any responsible government would do in such a situation”

“including *assisting* the Fund in raising the necessary funds”

“In such a case [a bank run on a solvent bank], the Central Bank of Iceland as a lender of last resort *may* provide liquidity assistance”

“If needed the Icelandic Government will *support* the Depositors’ and Investors’ Guarantee Fund in raising the necessary funds”

None of those statements say that the government will accept responsibility for the guarantee. They do say that it will assist, support and generally do what is right, but would a “responsible government” take on massive state debt that it was not required to just as its economy exploded?

They certainly do not carry any weight when compared to a statement in a conversation between the finance ministers of two countries. When responding to Darling’s direct question on the EEA guarantee, Mathiesen said, “Well, I hope that will be the case. I cannot visibly state that or guarantee that now”. That is not a guarantee, nor is it a statement of intent to be responsible for the guarantee. It is a statement that he’s like to try, but that he can’t promise anything. He’s very honest about it, “So we must first deal with the domestic situation, and then we will certainly try to do what we possibly can”.

Oddsson’s statements on Icelandic TV were not helpful, but they are not unequivocal. When he talked about the debts of the banks, he may have been talking about the EEA guarantee, but he could just as easily have been talking about those debts not covered by the guarantee. Haarde was much clearer on Oct 8th when, in response to a direct question on what Iceland would guarantee, he refused to say that they would honour the deposit guarantee (03:11 - 03:24).
http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7658417.stm

So Icelandic government had no intention of guaranteeing the guarantee.

What of the relevent EU law - directive 94/19/EC? A quick read of the relevant paragraph would support the Icelandic position that the government was not responsible. It seems that the EU has taken the position that to “ensure” the schemes requires the governments to back them.

“Whereas this Directive may not result in the Member States’ or their competent authorities’ being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized”
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31994L0019:EN:HTML

>Those who spread the false notion that the EU has somehow “forced” Iceland to compensate foreign Icesave depositors are simply ignoring the basic facts,

Whether the Icelandic government intended to not take responsibility for the compensation scheme before or after the “attack” on them, it is clear that by November that was certainly their position. Just as it is clear that the EU did in fact have to force them to take on that responsibility by blocking any IMF decision. I’m not sure how you can ignore that.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.3.2009 kl. 03:05

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Linkurinn á þetta er hér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.3.2009 kl. 03:07

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jakobína.

Ómar Geirsson, 5.3.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband