Voru það þau sem voru gripin neysluæði?

Stefán ólafson gerir grein fyrir þróun ójöfnuðar á Íslandi og bólunni sem sprakk:

Ríkustu tíu prósentin hafi farið úr því hafa 21,8% heildarteknanna í að hafa 39,4% þeirra.

 Á sama tíma hafi því allir aðrir, þ.e. hin 90 prósentin, farið úr því að hafa 78,2% af heildartekjunum í að hafa 60,6% hlutdeild í þeim.

„Ísland var frjálshyggjutilraun heimsins á 10. áratugnum,“ sagði Stefán. Sú tilraun hafi nú hrunið yfir þjóðina.

Stefán sagði einnig að ríkasta eina prósent fólks á Íslandi hafi á árinu 2007 haft að jafnaði 18,2 milljónir í tekjur á mánuði. Það séu 615 fjölskyldur og því sé mikilvægt að muna að það hafi ekki aðeins verið í kringum þrjátíu menn sem höfðu ofurlaun hér á landi. Á sama tíma voru meðaltekjur heimila hér á landi 657.000 krónur (á mánuði).

 


mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er alveg æðislegt.

Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 02:32

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Valgerður sagði einmitt að íslendingar hefðu það alls ekki svo slæmt, þegar umræða um fátækt stóð sem hæst og nefndi einmitt þetta meðaltal. Minnir að Pétur Blöndal hafi einnig haft þetta á hraðbergi um leið og hann kallaði öryrkja nánast drullusokka.

Ef menn vega þetta á móti skuldum heimilanna þá sjá menn hvað svo bankarnir  og hinir fáu mjólkuðu út úr þessu. Það er ekki nóg að nefna laun, heldur þarf að taka tillit til fjötranna líka. Hér er Plútócracy og 90% eiga ekki neitt og áttu aldrei neitt. Við fengum bara að halda það.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 03:31

3 identicon

Í þessum orðum Stefáns Ólafssonar kristallast einfaldlega pólitísk afstaða hans: Hann telur það að einhverjir flugfurstar hafi haft milljónir í laun á mánuði á meðan heimilin höfðu að meðaltali næstum því 700 þús (ég hefði nú ekkert á móti þeim tekjum svona í forbyfarten) þýði að þessir með milljónirnar hafi tekið peninga frá þeim með 700 þúsundin. Þetta er það sem hann er að reyna að rökstyðja.

En þessi ályktun stenst hins vegar ekki nánari skoðun.

Á þessum tíma sem ríkasta pakkið rauk upp í milljónir á mánuði þá HÆKKUÐU tekjur og kaupmáttur hinna. Það kom reyndar einungis fram með smáu letri hjá Stefáni, en gerði það nú samt. Þannig að tekjur og kaupmáttur þessara með 700 þúsundin (og okkar hinna) varð HÆRRI eftir því sem ríka liðið varð ríkara.

Ég er nú ekkert endilega á því að hagur okkar hafi vænkast AF ÞVÍ AÐ ríka liðið varð ríkara. En þessi gamla öfundarstefna sem Stefán er þarna að reyna að kynda undir (og er t.d. þekkt í enskumælandi ríkjum sem "beggar thy neighbor" bábyljan) gengur heldur ekki upp. Staðreyndin er að í efnislegum gæðum höfðu BÆÐI meðaltalsfjölskyldurnar OG ríka pakkið það betra.

Engin ástæða að öfundast út í þá sem hátt flugu. Fall þeirra varð ekki öfundsvert.

Skrifstofumaður í Kópavogi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:00

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stefán Ólafsson hefur það fram yfir þig skrifstofumaður að hann kemur fram undir nafni.

Þessar kenningar þínar um kaupmátt fjölskyldu með 700.000 brúttó á mánuði ganga ekki upp. Þegar búið er að greiða skatt, af lánum, leikskólapláss og o.s. frv. þá er lítið eftir hjá þessari fjölskyldu annað en að eiga fyrir almennri neyslu, þ.e.a.s mat, fatnaði, tannlæknakostnaði og tannlæknakostnaði o.s.frv..

Það er ofulaunafólkið sem var á neyslufylleríi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband