Eru þetta atkvæðaveiðar?

Ég hef ekkert á móti listamönnum en hvers vegna á að fjölga forréttindalistamönnum í kreppu?

Listamenn eru ekki í þeim hóp sem hafa verið að missa vinnuna og jafnvel borist fréttir af því að bókasala sé að aukast og að menning seljist vel erlendis.

Hvernig hjálpar það þeim sem hafa verið að missa vinnuna að fleiri listamenn fái styrki?


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karen María Jónsdóttir

Verkefnastaða listamanna hefur farið hríðversnandi á undanförnum misserum þar sem aðgangur að fjármagni er mjög takmarkað. Þetta gerir það að verkum að listamenn eiga mun erfiðara með að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu. Birtingarmyndin er atvinnuleysi.

Það gleymist einnig í umræðunni að geta þess að með fjölgun listamannalauna er einnig verið að fjárfesta í útflutningi í einum af okkar megnugustu atvinnuvegum.

Á meðan losunarkvótar eru að fyllast, fiskurinn í sjónum er að bregðast okkur og bankakerfið er hrunið þá eru það hugvit listamanna sem stendur eftir sem ein okkar sterkasta auðlind.

Bókmenntir, myndlist, tónlist, leiklist og hönnun (sem nú er verið að stofna nýjan jóð fyrir) er vara sem er vinsæl erlendis og er að færa þjóðinni gjaldeyristekjur á erfiðum tímum.

En það er ekki það eina. Mikilvægi lista þegar kemur að því að treysta samskipti milli þjóða og hlutdeild listarinnar í uppbyggingu viðskiptatenglsa eru einnig þekkt og viðurkennt fyrirbæri. 

Listamannalaun eru öflug leið fyrir ríkið til þess að kaupa ákveðna þjónustu sem tryggir að virkni ofangreindra þátta verði sem mest.

Bendi á orð Þorgerðar Katrínar á Kvikmyndaverðlaununum Eddunni núna fyrir jól þar sem hún sagði að þjóðin hefði sjaldan þurft eins mikið á listamönnunum okkar að halda eins og núna við endurreisn okkar út á við og til að byggja sjálfstraust okkar inn á við.

Nýr menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir er að byggja undir þjóðina á framsækinn og frumlegan hátt. Hún er áð nýta hér auðlind sem áður hefur verið vannýtt, auðlind sem á sama tíma er óþrjótandi. 

Karen María, danslistamaður

Karen María Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Í fyrsta lagi vil ég benda á að Þorgerður Katrín er ekki mikill spekingur og ummæli hennar að mínu mati oftar en ekki ótrúverðug nema ef vera skildi þvert á móti.

Ég hef ekkert að móti því að einstök verkefni séu styrkt á grundvelli réttmætis eða lánað til þeirra. Það er hins vegar alveg út í hött að vera að veita fólki laun, jafnvel í mörg ár á vafasömum forsendum.

Hvað varðar "verkefnastöðu listamanna" sem mér finnst mjög undarlegt orðfæri því ef listamaður er listamaður þá gengur hann í sín verkefni annar er hann eitthvað annað. En hvað það varðar þá eiga þeir rétt eins og hver annar til þess að sækja um atvinnuleysisbætur og geta bara tekið þátt í hallærinu eins og aðrir. Sumir hverjir þeirra hafa bara gott af því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.3.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband