Er svona forheimska boðleg í Háskóla Íslands?

 Virkjanafyrirtæki og olíufélög eru í hópi þeirra sem bera mesta ábyrgð á mengun í landinu. Tvískinnungsháttur að tengja þessi fyrirtæki við umhverfisvernd og ekki boðlegt Háskóla Íslands.

Sagt er frá mótmælum á Nei.

Mótmælendur slettu skyri á kynningarbás Landsvirkjunar á Grænum dögum í Háskóla Íslands á miðvikudagsmorgun. Í kynningargögnum lætur Háskólinn og aðrir aðstandendur í veðri vaka að ætlunin hafi verið að vekja stúdenta til meðvitundar um umhverfismál, en þau fyrirtæki sem mest menga á landinu, orkufyrirtæki og olíuinnflytjendur, reyndust prýða dagskrána með nærveru sinni, vörumerkjum, og sérstökum dagskrárliðum til kynningar á umhverfisvænu starfi sínu. Hver sem ábyrgð Háskólans er á því virðist umhverfisvernd þarna einkum notuð sem trójuhestur fyrir einhvern allt annan málstað, það er til að bæta ímynd tiltekinna fyrirtækja annars vegar, og um leið kapítalisma sem samfélagsgerðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvernveginn held eg ad her se bara halfur sannleikurinn sagdur. Ja vissulega er mengun sem stafar fra oliuinnflutningi. Thessi mengun er samt bara brot af theirri mengun sem stafar fra notkunn oliunnar, altså fra neytendum.

The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband