Í viðjum kleptókratísks hugarfars

Sjálfstæðismaður sagði að frelsið hefði ekki brugðist. Mín spurning er hvernig getur frelsi brugðist eða ekki brugðist. Annað hvort er frelsi til staðar eða ekki og annað hvort nýta menn sér frelsið eða ekki. Það er hægt að nýta frelsi á margan hátt eða misnota það á margan hátt.

Frelsi fyrir einn getur líka þýtt fjötrar fyrir aðra. Það er meginkjarninn í ný-frjálshyggjunni. Frelsi fárra verður að fjötrum fjöldans. Það sýnir sig nú að fjármálakerfið sem rekið var í anda ný-frjálshyggjunnar hefur nú læst klónum i marga og fólk situr í átthagafjötrum jafnvel vegna skulda á smábílum. Fólk situr fast í vondum hjónaböndum vegna þess að það getur ekki losað sig úr húsnæði vegna fasteignahruns og skulda. Er þetta frelsið sem brást ekki?

Nei þetta er ný-frjálshyggjan og hið kleptókratíska stjórnafar sjálfstæðisflokksins sem ekki gerði mistök heldur einkavæddi bankana vísvitandi til glæpamanna. Þeir einkavæddu bankana vísvitandi til glæpamanna vegna þess að þeirra kleptókratíska hugsýn meinar þeim að einkvæða banka nema að færa þá til vina sinna á vildarkjörum. Verst er að sjálfstæðismenn áttu svo vonda vini


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband