Fordæming í Páfagarði

Vatikanið er gott dæmi um menningarúrkynjun. Karlmenn sem ekkert vit hafa hvorki á konum né börnum berjast fyrir feðraveldinu. Stjúpfaðir nauðgar níu ára stelpu og hún verður ófrísk og móðirinn lætur hana fara í fóstureyðingu.

Hvern fordæmir Vatikanið, jú móðirina og læknana en ekki föðurinn sem framdi glæpinn sem leiddi til sársaukafullra aðgerða í kjölfarið.

Hvað þýðir þessi fordæming Vatikansins? Er Vatikanið að mæla með því að feður eignist börn með börnum sínum og geri það fordæmingarlaust?  

Úr frétt:

Kardináli í Vatíkaninu hefur stigið fram til varnar brazilískum biskupi sem lýsti því yfir að móðir 9 ára stúlku sem var þunguð að tvíburum eftir nauðgun og læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðingu á stúlkunni séu með réttu útlæg.


mbl.is Vatíkanið tekur undir fordæmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeir dæma sig sjálfir þessir herra! Hversu hátt hafa raddir þessara sömu herra farið í fordæmingu á þeirra eigin þjónum sem hafa misnotað unga drengi í kaþólskum drengjakórum og -skólum?

Þessi fordæming er svo óheyrilega fáviskuleg að það nær engu tali. Að dæma þau útlæg sem stuðluðu að því að bjarga eina lífinu sem hægt var að bjarga í stað þess að leggja þrjú í stórkostlega hættu er afkáralegt dæmi um mannlega heimsku. Þessi fordæming getur ekki virkað öðruvísi en þannig að hún fælir marga frá kaþólsku kirkjunni sem gerir ekki annað en sýna sitt spillta og ókristilega andlit með þessari fordæmingu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er eitthað úrkynjað við hugarfarið þarna að baki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Alveg sammála þér Jakobína. Ég bloggaði um málið sjálfur og fékk fyrir vikið skammir frá einum stuðningsmanni Vatíkansins.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 23:11

4 identicon

Alhæfing, allir karlar eru eins ????

The outlaw (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:25

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei, nei The outlaw það eru ekki allir karlar eins, ekki frekar en konun. Þetta Vatikan er þó skrítið fyrirbæri.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2009 kl. 23:36

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er sama hugarfar og hrjáir öfgamúslima og öfgakristna eða allar öfgatrúarhreyfingar. Viðbjóður.

Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband