Kárahnjúkavirkjun

Raunsætt mat

Raunsætt mat gerir ráð fyrir meðaltalsávöxtunarkröfu og að orkuverð sé 1,75 kr./kwst. Reiknað er með 20% eiginfjárhlutfalli. Samkvæmt þessu mati yrði neikvætt núvirði Kárahnjúkavirkjunar á bilinu 37-39 milljarðar króna, . Til að virkjunin stæði á sléttu þyrfti orkuverð á kwst. að nema 2,70 krónum.

Úr skýrslu eftir Þorstein Siglaugsson

Þýðir þetta að skattgreiðendur greiði 95 aura með hverri kwst sem seld er. Er verið að gefa kaupendum orkunnar tæpa 40 milljarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stóriðja á Íslandi er ekki efnahagslausn heldur vandamál framtíðar. Hversu mörg störf hefði mátt finna fyrir þessa 40 milljarða auk alls kostnaðar við virkjanir?

Af hverju hefur engin ríkisstjórn komið til móts við garðyrkjubændur sem þurfa að keppa við innfluttar afurðir? Er það einhver skylda að setja heimskuna í öndvegi?  

Árni Gunnarsson, 11.3.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Árni þetta eru bara trúarbrögð og skynsemin kemst ekki að.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.3.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband