Við blæðum fyrir stjórnatíð fjandans sjálfstæðisflokksins, okurnámslán

Átján prósent fjölskyldna í skuldaánauð. Sautján þúsund atvinnulaus. Í þessu dæmi eru námslán ekki tínd til.

Fjöldi Íslendinga sem hefur farið til náms í útlöndum hefur lent í því að þeim var lánað á bankakjörum. Þetta var okurlánastarfsemi sem komið var á í lánasjóðnum undir stjórn sjálfstæðisflokksins, Steingríms Ara sem nú stýrir sjúkratryggingastofnun og Gunnars Birgirssonar.

Þessi markaðskjaralán eru skýlaust brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna en sjálfstæðismenn beittu valdi sínu og hafa ekki leiðrétt þennan misgjörning.

Þessi lán eru að sliga menntafólk í dag. Ég þekki dæmi um það að atvinnulaust fólk er hundelt í dag vegna námslána. Er það ekki vert skoðunar?

Já og hverjir eru þessir 7 námsmenn sem fengu aukalán í haust?


mbl.is 14 þúsund heimili eiga bara skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Ég vildi bara segja þér að ég man þá tíð þegar Svavar Gestsson var menntamálaráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og lánin voru sko ekkert ókeypis þá. Ennfremur, voru LOFORÐ þeirra um afnám skerðingar fyrri ríkisstjórnar á framfærslu lána ekki efnd, þar sem eins og Svavar sagði, þá voru færri fiskar í sjónum og Ólafur Ragnar sagði einfaldlega við námsmenn að þá skorti bakland til að framfylgja kröfum sínum um afnám skerðingarinnar og hækkun lána!

Þetta var nú allur áhuginn á þeim bæ.

Með þeim SG og ORG í ríkisstjórn var m.a. Steingrímur J. og Jóhanna Sig. já og Jón Baldvin og Steingrímur Hermanns. Ekki kom mikill stuðningur af þeim bæ heldur!

Jónas Egilsson, 10.3.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Mér kæmi ekki á óvart þó Eva Joly gæti grafið e-ð upp, varðandi þessa gaura. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 10.3.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jónas Egilsson. Lánskjörin á þessum tíma voru MJÖG hagstæð miðað við bankakjör sem sjálfstæðismenn hafa boðið námsmönnum upp á. Kjörin til námsmanna í tíð sjálfsstæðisflokks eru glæpsamleg.

Jónas það er líka fjandi klént að geta ekki afneitað þessum misgjörðum sjálfstæðisflokks og fara bara að hía á einhverja aðra. Sýnir vondan málstað

Annars er mér annskotans sama hvað Ólafur Ragnar og Svavar Gests gerðu fyrir 25 til 30 árum síðan. Ég var reyndar í námi erlendis á þeim tíma og lifði alveg af námslánunum. Þau hafa heldur ekki verið að sliga mig eftir að ég kom úr námi.

Það hefur verið ömurlegt að horfa upp á hvernig sjálfstæðismenn slátruðu velmeguninni í landinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband