Tvískinnungur á borgarafundi

412856AÉg var á borgarafundi og hlustaði á ræðu Bjarna Benediktssonar sem sagði að þeir (sjálfstæðisflokkurinn) þyrfi að endurvekja traust. Hver sá sem treystir sjálfstæðisflokki í dag er ekki með öllum mjalla.

Bjarni sagði síðar að það hefði ekki borgað sig að vera með hátekjuskatt vegna þess að það væri svo lítil innheimta, (svo fáir k0383865sem þyrftu að borga hann hefur hann væntalega meint).

10% landsmanna fengu 40% tekna landsmanna árið 2007. Eitthvað hafa útreikningar Bjarna verið undarlegir fyrst það borgaði sig ekki að skattleggja þessar 40% tekna sem lentu í vasa hátekjufólks. Er þetta frumraun hans að heiðarleika að villa um fyrir gestum borgarafundar?

Það rann æði á hátekjufólkið sem fékk svona mikla peninga og þurfti að borga svo litla skatta. Þetta k1193991 fólk æddi áfram í siðblindu og heimtaði bara meira og meira. Það keypti sér allskonar fínar græjur (t.d. þotur og snekkjur)og eyddi gjaldeyri í útlöndum. Nú reyna þau að kenna okkur um ósómann. En kannast einhver við að hafa keypt sér 700 til 800 flatskjái? Það er stærðargráðan á fylleríi hátekjufólksins og almenningur tók ekki þátt í því.

Kona í salnum sagði frá því að hún væri farin að skammta matinn handa börnum sínum. Bjarni var spurður út í þátt sinn í rekstri olíufélaga og hvort það samræmdist stjórnmálaþátttöku. Hann sagði að það væri gott að koma inn á þing með reynslu úr atvinnulífinu. Ég held að það væri betra að fá konur á þing sem þurfa að skammta börnum sínum mat. Þær eru líklegri til þess að hafa skilning á því hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar við núverandi aðstæður.

Bjarni ég vil spyrja þig sem aldrei hefur migið í saltan sjó. Hvers vegna telur þú þig umkomin stjórnmálaþátttöku við aðstæður sem krefjast skilnings á aðstæðum fólks sem býr við þröngan kost?

....og sem sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt í örbyrgð.

Björn Þorri sagði að við ættum ekki að tala um við og þið en það er einmitt það sem við eigum að gera. Það erum við sem borgum skuldir glæpamanna og þið sem settuð þjóðina á hausinn

Það hefur alltaf verið markmið sjálfstæðisflokks að skapa hér stéttskipt samfélag með ríkjandi mismunun í skiptingu gæða. Svoleiðis samfélag er vont samfélag.

 

Yes, they want to engineer a nation in quite the same way someone tries to change the internals of a machine to have it work better for their needs (um cultural engeenering).

Að breyta hugarfari þjóða Cultural engeenering


mbl.is Góð stemning á borgarafundi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 00:50

2 identicon

Björn Þorri heitir maðurinn, ekki Orri. En er ekki einmitt málið að tækla þetta saman. Leggja þessa blessuðu flokka til hliðar og láta okkur öll í öndvegi, ekki láta Flokkinn koma fyrst og síðan almúgann?

Bjarni blessaður er örugglega ágætur drengur en hann skilur t.d. ekki umræðuna um Stjórnlagaþing, vill meina að alþingi sé nákvæmlega sama stofnunin, fulltrúar kosnir af þjóðinni. Vandamálið þar er að flokkarnir standa vörð um allar meiriháttar breytingar sem gerðar eru á Alþingi. Stjórnlagaþing yrði skipað fulltrúum þjóðarinnar (eins og á alþingi, rétt Bjarni) en þeir yrðu vonandi ekki gegnsýrðir af FLOKKNUM, hvað kæmi FLOKKNUM best og skoðunum FLOKKSINS. Fulltrúar á stjórnlaga þingi yrðu að vera án allra tengsla við stjórnmálaflokka landsins!

Viktor Elvar (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 01:04

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stjórnarskráin á að búa yfir regluverki sem veitir stjórnmálamönnum aðhald við störf sín. Það hefur sýnt sig að stjórnmálamenn eru þess ekki umkomnir að móta stjórnarskrá sem er þess umkomin að verja almenning gegn spilltum stjórnmála mönnum.

Hvað varðar það að standa saman Viktor. Við verðum einfaldlega að skilja að meðal stjórnmálamanna og auðmanna er fólk sem verður aldrei VIÐ. Þetta fólk vill bara arðræna þjóðina og við verðum að gæta okkar á því. Þessu fóki stendur á sama þótt skammta þurfi börnum mat.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.3.2009 kl. 01:11

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það var fáranlegt að hátekjuskatturinn var lagður niður. Það er rétt að valdamenn innan sjálfstæðisflokknum gengu þvert við eigin stefnu og leyfðu hlutum að gerast sem settu allt á annan enda og létu spillast af valdagræðgi, enda er ekki heilbrigt að menn séu við völd eins lengi og þeir sem hafa stjórnað landinu í allan þennan tíma. Það bíður bara upp á nákvæmlega það að fólk verður of vant starfinu sínu.

Hvað varðar kaup á snekkjum og þotum þá sýnist mér nú þessi kaup vera að mestu gerð með lánum frá eigin bönkum og/eða vinum innan bankana. Sýnist nú ekki að þessir auðmenn hafa greitt fyrir þær úr eigin vasa miðað við umræðuna og gögn. Þannig það er ekki eins og allar þessar tekjur eitthvað farið út í samfélagið.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 12.3.2009 kl. 01:13

5 identicon

Er ekki betra að fá þá sem hafa hæfileika til að efnast til að stjórna fjármálum þjóðarinnar en þá sem geta ekki höndlað fjármál eigin heimils?

Karther (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 01:17

6 identicon

Bjarni er ekki í neinum tengslum við fólkið í landinu. Verði þeim að góðu að fá hann sem formann, segi ég nú bara.

 Skilur ekki að við viljum "fulltrúa alþýðunnar "á Stjórnlagaþing en ekki gegnsýrða Flokksmenn sem standa vörð um allar breytingar á alþingi, eins og Viktor segir og setja flokkshagsmuni fram yfir hagsmuni fólksins. Það var lítið klappað fyrir honum!!!

BirnaP (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 01:18

7 identicon

Bjarni hélt þarna lélega framboðsræðu og  svaraði fyrirspurnum út í hött. Sjálfstæðisflokkurinn  þarf að fara í langt frí.  Ég hefði viljað að hann fengi ekki að bjóða fram í þessari umferð.  Sama fólk og setti þjóðina á hausinn ætlar að komast aftur að kjötkötlunum til að gera endanlega út af við okkur, þannig að AGS eignist okkur á endanum.

Kolla (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 01:23

8 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Jakobína, þjóðin á að veita kjörnum fulltrúum sínum aðhald með því að láta í sér heyra og gangrýna þingmenn sína. Stjórnaskráin á aftur á móti að setja þeim reglur um leið. Almenningur hefur hingað til kosið til þings og margir (ekki allir) hafa bara leyft þeim að vinna fyrir sig án gagnrýni. Ég sé aftur á móti breytta tíma. Almenningur hefur undanfarna mánuði látið verulega í sér heyra á fundum víðsvegar um landið. Ég sé breytta tíma. Tími þar sem fólk horfir yfir öxlina á sínum þingmönnum.

Ég myndi frekar vilja geta fjarlægt ákvæðið um að forseti skipar ráðherra til að starfa í sínu umboði og kjósa þá forseta sem skipar sér ríkisstjórn eftir hæfileikum og reynslu, ekki bara skipa sína flokksmenn í ráðherraembætti óháð hæfileikum og reynslu. Fólkið kýs eins og er bara flokka og einn þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Ekki fáum við að velja okkur leiðtoga miðað við þessar aðstæður. Flokkarnir hafa allt of mikla hagsmuni að gæta til að komast í ríkisstjórn og koma sínu á framfæri. Þetta er alveg eins í öllum stjórnmálaflokkum landsins.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 12.3.2009 kl. 01:31

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Karther þessir strákar hafa sýnt að þeir hafa enga hæfileika til þess að stjórna fjármálum. Þeir settu jú þjóðina á hausinn ef þú hefur ekki tekið eftir því.

Ég treysti mun betur hagsýnum húsmæðrum eða öðrum sem hafa vit á fjármálum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.3.2009 kl. 01:32

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að þjóðin þurfi ekki að læra að treysta heldur þurfi hún að læra að vantreysta.

Við þurfum að læra að dæma fólk sem kallar svo mikla ógæfu yfir þjóðina að við þurfum að fara að skammta börnum okkar mat.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.3.2009 kl. 01:36

11 identicon

Þessir strákar? Ertu að tala um stjórnendur bankanna eða stjórnendur hinna 10.000 fyrirtækja landsins?

Ég vil fá fólk sem kann að stjórna og kann á fjármál. Húsmóðir sem þarf að skammta mat ofan í börnin sín telst seint í þeim hópi. Forgangsröðin hjá þeirri manneskju er eitthvað bjöguð.

Karther (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 01:51

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Karther hvers konar kvenfyrirlitning er þetta eiginlega. Ég er húsmóðir og er með meistaragráðu í viðskiptafræði og kann ágætlega á fjármál. Ég hef meira að segja stjórnað banka. Ég ætla samt ekki að halda því fram að þessir þættir geri mig færari en þá sem hafa aðra lífsreynslu til þess að stjórna landinu.

Ég treysti best heiðarlegu fólki til þess að stjórna landinu. Ég treysti gráðugum kaupsýslumönnum hins vegar ekki til þess.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.3.2009 kl. 02:02

13 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Gráðugir kaupsýslumenn eiga ekki að stjórna landinu. Það á ekki að hafa banka sem nota sparifé fólks til að fjárfesta erlendis. Meina landsbankaleiðin "eyddu í sparnað" átti í raun að vera "eyddu í okkar fjárfestingum".

Húsmóðir sem þarf að skammta mat ofan í börnin sín kann að mínu mati á fjármál og að stjórna. Í fyrsta lagi á ekki að þurfa að skammta mat ofan í börnin sín, nema þau borða allt of mikið. Í öðru lagi með því að þurfa að gera slíkt þarf að hafa vit á að nota það fjármagn rétt til að láta það endast. Auðvitað eru hagsmunir hennar öðruvísi en hjá t.d. auðmönnum, sem er bara eðlilegt. Auðmenn reyna að græða meira á meðan húsmóðirin hugsar um þá sem eru í kringum sig. Persónulega treysti ég frekar húsmóðirinni. Ég kem úr þannig fjölskyldu þar sem fjölskyldan alltaf fyrst þótt auðvitað vinnan sé mikilvæg.

Það sem landið hefur þurft og hefur þurft er betra regluverk og öflugari stofnanir til að fylgjast með að regluverkið sé fylgt eftir. En það sem hefur gjörsamlega farið úr böndum er siðferðin.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 12.3.2009 kl. 02:24

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góð færsla og sönn! Sjálfstæðisflokkurinn á að taka sér laaaaaangt frí!

Óskar Arnórsson, 12.3.2009 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband