Eru sjálfstæðiskonur óverðugar?

Ég hef aldrei haft neitt sérleg mikla trú á jákværi misrmunun en í sjálfstæðisflokk virðast karlmenn njóta jákværar mismununar alla vega í ljósi þess hvernig þar raðast á lista.

Konur eru taglhnýtingar í þeim flokki. Ég fæ ekki betur séð en að vanhæfum karlmönnum sé betur treyst í flokknum en konum sem ekki verður séð að séu neitt sérlega heimskar.

Almennt hafa sjálfstæðismenn ekki mikið vit á stjórnmálum og stjórnsýslu enda forðast slíkt en einbeitt sér að því að gera stjórnsýsluna að hvíldarheimili fyrir vini og vandamenn en í stjórnmálum hafa þeir haft uppi ábyrgðarlausa hugmyndafræði sem gengur út á að gefa kjölfestufjárfestum velferðarkerfið og undanskilja auðmenn frá því að greiða skatt en skattpína lágtekjufólk.


mbl.is Hefði viljað sjá fleiri konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Karlpungaflokkur eins og sést á úrslitunum.

Rut Sumarliðadóttir, 14.3.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sem 'kallpöngur' sjálfur þá koma þeir ~sjallar~ nú frekar óorði á okkur.

Steingrímur Helgason, 14.3.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Steingrímur. Þetta væri skárra ef þeir væru með frambærilega kallpönga eins og þig...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.3.2009 kl. 23:57

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dapurt svo ekki sé meira sagt

Hólmdís Hjartardóttir, 15.3.2009 kl. 00:05

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hmm Steingrímur bendir mér hér að nýja hlið, sjálfstæðisflokkurinn er að koma óorði á okkur karlmenn. Nú verð ég reiður.

Arinbjörn Kúld, 15.3.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Úrslit þessa prófkjörs endurspeglar best allar ástæðurnar fyrir því að þessi flokkur á ekkert erindi inn á þing nú. Þjóðin þarfnast breytinga! Þeir sem réðu umræddum úrslitum vilja þær alls ekki! Hvað ætli ráði? Ætli þeir sem tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins séu almennt svo blindir að þeir átti sig ekki á því hvaða breytingar er lífsnauðsynlegt að gera á íslenskri stjórnsýslu? eða eiga þeir einhverra hagsmuna að gæta þannig að þeir kjósa þá sem þeir treysta best til að standa gegn slíkum breytingum?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.3.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband