Við treystum ekki atvinnustjórnmálamönnunum til þess að rannsaka sjálfa sig, vini sína og vandamenn.

Kraftmikil grein eftir Lilju Skaftadóttur á Smugunni:

Hér er niðurlag greinarinnar

Lýðræðið grætur“ sagði Þráinn Bertelsson og þess vegna hefur hópur af kraftmiklu fólki þjappað sér  saman úr grasrótinni, Samstöðu, Borgarafundunum, fólk eins og . Cilla, Heiða, Hörður, Gunnar, Jakobína, Lára Hanna, Katrín og svona mætti lengi telja. Ég tel mig vera mjög lánsama að vera með í hópi þess fólks sem hefur staðið að uppfræðslu og upplýsingu og gert allt sem í þeirra valdi stendur til að vekja þjóðina og telja í hana kjark til þess að taka málin í sínar eigin hendur og gera breytingar.

Engin mun gera þetta fyrir okkur. Við erum friðsæl þjóð og höfum verið það lánsöm að vera laus við stríð í okkar eigin landi. Höldum því áfram að vinna friðsamlega að endurreisn lýðræðis og að nýjum samfélagssáttmála.  Sýnum það í kosningunum 25. apríl að við treystum ekki atvinnustjórnmálamönnunum til þess að rannsaka sjálfa sig, vini sína og vandamenn. Við skulum sýna  þeim að við treystum þeim heldur ekki fyrir endurreisn lýðræðis á Íslandi. Við leggjum traust okkar á nýtt fólk, nýjar leiðir og nýtt upphaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæl, dáist að þeim sem rísa upp gegn hefðinni. Þarf að kynna mér betur það sem þið eruð að gera.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 05:13

2 identicon

Vek athygli á BYR græðgis-ruglinu.

Her verið í þessum Sparisjóð í um 20 ár og í byrjun var þetta all normal.

Í dag eru þessir menn gjörsamlega veruleikafirrtir. Nýbúnir að greiða út um 13.500 milljóna "arð" til hluthafa og ætla nú að leggjast á almenning eins og betlarar um þessa aura inn í reksturinn.

Skoðið hér samantektina hjá Jónasi.

Það er ekki furða að hér sé allt á hliðinni.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 07:42

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Komið fagnandi.

Rut Sumarliðadóttir, 16.3.2009 kl. 13:11

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þess vegna gekk ég í Borgarahreyfinguna.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.3.2009 kl. 14:32

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég gekk líka í Borgarahreyfinguna. Ég bý á Norðurausturlandi og mig vantar nokkrar valkyrjur í framboð með mér sem og nokkra bræður í baráttuna.

Arinbjörn Kúld, 16.3.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband