Tryggvi Þór tók undir hugmynd framsóknarflokksins, í Kastljósi kvöldsins, um að tryggja öllum skuldurum niðurfellingu lána um 20% óháð því hvort þeir þyrftu á því að halda eða ekki. Ég vil ekki fella niður skuldir auðmanna um 20%.
Fá Ólafur Ólafsson, Jón Ásgeir, Björgólfur Thor, Björgólfur Guðmundsson, Hannes Smárason og fleiri ekki þá líka niðurfeldar skuldir óháð stöðu þeirra að öðru leiti.
Auðmenn skulda mest og þeir græða líka mest ef þessi hugmynd verður að veruleika.
Sumir þeirra skulda milljarða ekki satt en ekki virðist tekið tillit til eigna eða tekna í þessari hugmynd.
Tryggvi Þór talar um gæði lánasafna og rökstyður það ekkert nánar. Hvern fjandann veit hann um lánasöfn bankanna sem ég veit ekki? Getur verið að Tryggvi Þór hafi aðgang að lánasöfnum bankanna? Gildir ekki bankaleynd gagnvart Tryggva Þór þó hún gildi gagnvart sérstökum saksóknara ríkisins?
Getur Tryggvi Þór útskýrt hvort það hefði ekki áhrif á gæði lánasafna bankanna ef stjórnmálamenn og aðrir með sérstök sambönd myndu bara borga sín lán í stað þess að fá þau afskrifuð að fullu?
Hvernig stendur á því að maður þurfi hvað eftir annað að hlusta á svona þvætting í Kastljósinu?
Hvernig dettur Tryggva Þór í hug að leggja fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðs orð í munn þvert ofan á það sem fulltrúinn hefur sagt opinberlega?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú talar um þvætting í Kastljósi, væri nú ekki betra að kynna sér málið betur áður en farið er að gagnrýna. Hvernig er með það fólk sem lítið gerir annað en að reyna að skjóta niður góðar hugmyndir, það hlýtur að lúra á betri hugmyndum sjálft og ætti þá að koma þeim á framfæri við þjóðina.
Reyndar var of stuttur tíminn í Kastljósi fyrir þetta stóra mál þjóðarinnar.
En svona í lokin, finnst þér virkilega að Tryggvi Þór hafi verið að hugsa um auðmenn í þessu sambandi.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 01:03
Ég mæli með lausn sem hagfræðiprófessorinn og fyrrum Wall Street sérfræðingurinn Michael Hudson hefur komið á framfæri.
Það er að greiðslubyrði lána verði færð niður að greiðslugetu fólks. Það þarf að fyrirbyggja að fólk gefist upp og tryggja greiðsluflæði til stofnanna. Greiðslubyrði lána þarf að vera færð til samræmis við ráðstöfunartekjur fólks þannig að afgangur sé til þess að halda uppi annarri neyslu.
Það þarf að aðstoða fólk sem hefur keypt sér of stórar eignir til þess að flytja sig í minni eignir og aðlaga fjárhaginn að því. Þær aðgerðir sem gripið er til þurfa að skapa fólki raunhæfan kost og leysa það úr skuldaánauð.
Það þarf að færa skuldir niður sem eru umfram markaðsvirði eigna. Þetta er sjálfsagt og ekki óeðlilegt að lánadrottnar taki þannig á sig hluta af tapinu.
Raunhæfur kostur þýðir að fólk á ekki að greiða margfalt markaðsvirði fyrir eignir. Ef gerðar eru óeðlilegar kröfur til fólks gefst það upp og flýr land.
Fyrirgreiðslur til fyrirtækja þurfa að taka mið af því að halda upp atvinnulífi í landinu. Það á ekki að gefa fyrri eigendum fyrirtæki sem þeir eru búnir að setja í þrot heldur á að gefa starfsmönnum kost á að eignast fyrirtækin. Starfsmenn eru mun líklegri til þess að gæta þess að keyra ekki fyrirtæki í þrot aftur með óráðssíu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.3.2009 kl. 01:13
Hver á að skammta eignastærð við hæfi? Einfaldasta leiðin í augnablikinu er leið Íslandsbanka, að þú borgir sama og 1. júní síðastliðinn þar til annað kemur í ljós!
Þetta má gera strax! Og kemur jafnt niður á alla! Síðan má hugsa hvernig við komumst út úr þessu til lengri tíma.
Aðgerðir vantar núna! Ekki síðar. Þetta sama má gera við fyrirtækin.
Svo vantar fjármagn inn í hagkerfið strax, og það fæst með því að þjóðnýta sparisjóðina og láta þá dæla út ríkispeningum á ábyrgð bankanna, meðan verið er að setja upp efnahag þeirra þ.e. bankanna. Síðan má færa skuldir fyrirtækja yfir í viðskiptabanka þeirra að nýju sem hluta af framlagi ríkisins.
OG málið er dautt!, eins og maðurinn sagði og Ísland komið í gang!
Björn Finnbogason, 17.3.2009 kl. 01:23
Fæstir auðmenn í dag borga skuldirnar sínar. En alþýðan aftur á móti telur það heilaga skyldu sína að standa í skilum gagnvart auðmönnunum sama á hverju gengur. Þetta veit auðmanna elítan og þess vegna fynnst henni ekkert mál að "gambla" á okkar ábyrgð.
Þó tillögur Tryggva og Sigmundar um 20% niðurfellingu færi í 40% kæmi ekki króna meira frá auðmönnunum, þeir einfaldlega munu ekki borga neitt.
Niðurfærslan mun aðeins gagnast þeim sem ætla að borga sínar skuldir en geta það ekki, sumir geta það ennþá en..... auðmönnunum er alveg sama um hver eða hvort niðurfærslan verður.
Annars skil ég ekki afhverju fólk er að greiða nokkuð í dag. Stjórnvöld hafa leynt og ljóst gengist við ólögmætum kröfum vegna icesave sem greiða á með sköttum okkar, og auðmanna elítan sem hefur með aðstoð og/eða sinnuleysi sömu stjórnvalda fellt myntina okkar og knésett hagkerfið, bera ábyrgð á. Við ættum ekki að greiða krónu fyrr en þetta verður leiðrétt.
Aftur á móti ættu nær allir auðmenn Íslands að lenda á gátlista hjá bönkunum í allavega 20 ár eða svo. Reyndar ættu sumir þeirra að lenda í fangelsi en það er nú önnur saga.
Michael Hudson sagn- og hagfræðingur hefur talað fyrir niðurfellingu skulda og það má finna viðtöl við hann á youtube. Sérstakur náungi og skemmtilegur.
Ég held að ekkert minna en 30% muni virka fyrsta kastið.
Baráttu kveðjur, Toni
Toni (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 01:26
Ég var smástund að pikka inn "athugasemd" og í millitíðinni hefur farið fram umræða og er ég sammála blogghöfundi í nær öllum aðalatriðum.
Ég vissi svo sem að ekki þyrfti að benda þér á doktor Hudson
Toni (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 01:34
Fékk Tryggvi Þór ekki 300 milljóna niðurfellingu á kúluláni? Er hann ekki ónýtur pappír? Ekki gæti ég treyst svona manni, svo laug hann blákalt í Kastljósi fyrir nokkrum vikum að við Íslendingar skulduðum "bara" tæpa 500 milljarða í erlendum skuldum. Maðurinn er veruleikafirrtur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2009 kl. 01:50
AGS vill ekki afhenda lánið vegna óvissu um skuldir fyrirtækja erlendis. Svo talan er ekki þekkt og var ekki þekkt.
Ég persónulega tók ekki mark á þessari tölu hagfræðingsins, enda engin ástæða til þess. Nennti reyndar ekki að hlusta á þetta innantóma blaður.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:01
Mér er sama hvaðan gott kemur.
Offari, 17.3.2009 kl. 10:52
Ótrúlegt að hlutsta á menn segja þetta er bara svona og við borgum skuldir glæpamanna þegjandi og látum börnin okkar gera það líka og barnabörnin....Það þarf að taka þessa glæpamenn hirða af þeim eignirnar.
Er eitthvað flókið að koma auga á að ef menn eins og Tryggvi fá afskirftir upp á 300 milljónir þá þurfum við hin að borga meira. Þetta lendir í ágætum skattavösum okkar og fer í að standa undir samneyslunni sem þeir tekjuhærri og hinir sem fá afskriftirnar vilja helst ekki taka þátt í að borga þótt þeir vilji gjarna fá að keyra á götunum og nota heilbrigðisþjónustu og annað sem við erum að borga fyrir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.3.2009 kl. 15:09
Blessuð Jakobína.
Þú ert að tala um innan við hundrað manns.
Þeir sem hjálpina fá eru sirka hundrað þúsund. Þeir sem þurfa ekki á þessu að halda vegna ríkidæmis fá á sig hátekjuskatt.
En meint lán Tryggva má ekki svipta þjóðina von. Að skoða hvert dæmi fyrir sig þegar allt að 50% allra heimila þurfa hjálp núna, það gengur ekki upp.
Og þú munt sitja uppi með borgarstyrjöld. Því þeir sem ekki fá hjálpina er eru á mörkunum munu reyna með öllum ráðum að eyðileggja allt gott sem annars er gert.
Stundum þurfa hagsmunir meirihlutans að ráða fram yfir ávinning minnihlutans. Vandinn er það stór að það er ekkert val.
Kveðja Ómar.
Ómar Geirsson, 17.3.2009 kl. 16:11
Ég er ekki sammála þér þarna Ómar. Þessi tillaga Tryggva er algjört miðjumoð, kosningatilboð sem engu er ætlað að bjarga nema framsókn og sjálfstæðisflokki inn á þing. Þetta er einfaldlega dæmi sem gengur ekki upp. Ef þeir hafa í huga að standa við þetta kosningaloforð eftir kosningar eru þeir meiri hálfvitar en ég hef látið mér detta í hug.
Þessar tölur sem þú nefnir standast ekki. Miðað við tilboð Tryggva er fjöldinn allur af mjög illa stöddum einstaklingum sem fær ekki hjálp meðan að álíka fjöldi einstaklinga sem er vel staddur fær gjöf frá almenningi. Þetta er líklegt til að skapa ófríð.
Almenningur er búinn að fá nóg af þessu pakki sem gengur hér um rænandi og ruplandi eftir einhverjum hvítflibbaleiðum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.3.2009 kl. 17:59
Blessuð Jakobína.
Það er leiðinleg kvöð að þurfa alltaf að vera sammála. Sé fyrir mér í anda fundi Sovéska kommúnistaflokksins þegar allir réttu upp hönd.
Talan hundrað er bara svar við forsendu sem þú gafst þér í fyrirsögn. En tilvísun í ofurlán er röng. Það er ekki mörg þúsund einstaklingar í þeim hópi en á annað hundrað þúsund (með fjölskyldumeðlimum) sem þurfa strax aðstoð.
Hrunið skapaði óeðlilegar aðstæður í gengismálum og verðtryggingin færir það beint inní lánin. Tuttugu prósent niðurfelling er í raun Frysting verðtryggingarinnar frá upphafi áhlaups bankanna. Ef við hefðum ekki haft verðtryggingu þá hefðu skuldirnar ekki hækkað um þessa upphæð. Aðeins einn þjóðfélagshópur, fjármagnseigendur, sleppur óskaddaður við þá tekjuskerðingu sem varð við hrunið. Ójafnvægið sem við þetta myndast mun leita útrás. Gunnar Tómasson færði mjög sterk rök fyrir því að fjármagnseigendur séu að innheimta peninga sem ekki eru til í hagkerfinu. Til þess að það sé hægt að greiða þeim þetta þá er restin af hagkerfinu, heimilin og framleiðslufyrirtækin blóðmjólkuð. Og við megum aldrei gleyma því að verðtryggingin er ekkert náttúrlögmál, hún er mannannaverk og menn geta breytt forsendum hennar ef þeir sjá að hún sé leiða hörmungar yfir þjóðfélagið.
Það er enginn að halda því fram að þessi aðgerð bjargi öllum og það þarf meira að gera. Vísa í vandaðar tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna. En fyrsta skrefið er að afnema það óréttlæti, þegar kaupmáttur allra hefur stórlega rýrnað, og eignir fólks fallið í verði, að skuldirnar hækka vegna hrunsins. Fólk mun ekki láta bjóða sér það. Og það fólk er fólkið sem er að ala upp börnin okkar. Og ef það lætur ekki bjóða sér það þá falla skuldir þess á okkur hin og draga okkur niður líka. En fólkið sem þú vitnar í að muni ekki sætta sig við flatan niðurskurð, hvað með það? Ætlar það þá að hætta að borga af sínum lánum? Sama er mér. Sjálfsagt er þetta fólk sem hefur ekki lán fyrst að það lætur svona. Og við megum ekki gleyma því að fólk er rétt að byrja að missa vinnuna. Sá sem telur sig öruggan í dag og treystir sér að borga allar sínar verðbætur, hann getur verið atvinnulaus á morgun.
Þú vitnar mikið í Hudson (heitir hann ekki það annars) sem vill að skuldir fólks séu lækkaðar að greiðslugetu fólks. Þetta er hárrétt. Þetta er lykillinn að lausn heimskreppunnar. En þú nærð ekki því marki nema með almennum aðgerðum. Annað er ávísun á borgarastyrjöld. Sem og hitt að það er alltof hægvirk aðgerð þegar rúmlega helmingur þjóðarinnar þarf á hjálp að halda strax en ef sú hjálp kemur hægt og rólega, þá hrynur kerfið (eins og Hudson bendir á) og þá sitjum við öll í súpunni.
Það er vissulega rétt að margur mun í leiðinn fá hjálpina sem ekki þarf á henni að halda. Slíkt er eðli almennra aðgerða. En í fyrsta lagi þá veitir ekki að pening út í þjóðfélagið og í öðru lagi þá mun verða tekinn hér upp hátekjuskattur í einhverri mynd. Sérstaklega voru athyglisverðar hugmyndir Ragnars Ögmundssonar um skattlagningu "bóluhagnaðar".
Og að lokum. Þó þessar hugmyndir koma frá Framsóknarmönnum og Tryggva Þór þá er Samfylkingarmaðurinn Benedikt Sigurðarson guðfaðir þessarar hugmyndar um Frystingu verðtryggingarinnar. Hagsmunasamtök heimilanna keyra á þessu og Borgarahreyfingin. Við megum ekki falla ofan í þá gryfju að skamma góða hluti þó við tortryggjum hluta stuðningsmanna hennar. Ég er t.d góður við drengina mína þó að illmennið Göbbles hafi verið annálaður barnakarl. Það var þó alltaf eitthvað gott við kallinn. Sama gildir um sveitunga minn Tryggva Þór. Honum er ekki allsvarnað.
Kveðja Ómar.
Ómar Geirsson, 18.3.2009 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.