Kynjuð hagstjórn er hagstjórn allra

Efnahagsstefna ríkisins og fjárlögin spegla sjónarmið sem hafa kynjaðar áherslur. Nokkuð er síðan byrjað var að því að vinna að kynjuðum áherslum í stjórnsýslu og fjárlögum í Evrópu s.s. í Bretlandi, Frakklandi og á Norðurlöndum.

 Jafnvel þó Íslendingar hafa tekið þátt í samvinnu um kynjaðar áherlsur hafa lítil merki hennar skilað sér inn í fjárlög og stjórnunarhætti á Íslandi.

Nú fá margir sjálfstæðismenn fyrir hjartað þegar minnst er á kynjaða hagstjórn. Körlum af þessu tagi finnst að peningar séu karladót og að þeim skuli eyða í karladót.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun samþykkt áætlun um kynjaða hagstjórn. Steingrímur sagði að færa mætti rök fyrir því að slík sjónarmið væru aldrei brýnni en núna. Kynjuð hagfræði miðar að því að skoða ákvarðanir stjórnvalda og ólík áhrif þess á kynin. „Þetta er alþjóðlega viðurkennd aðferðarfræði og í raun löngu tímabært að Íslendingar taki á þessum málum,“ sagði Steingrímur. 

Þetta tek ég undir Steingrímur.


mbl.is Þjóðarbúið mun ná sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband