Yndislegt að fá vorið í kjölfar harðinda

Það er svo margt í lífinu sem kostar ekki peninga. Að vaka upp við fuglakvak og sjá tréin laufgast. Vorið er alltaf sérlega ánægjulegur tími í mínum huga.

Ég sái venjulega grænmeti og sumarblóum í bakka sem ég planta út þegar frostið hverfur. Það er ánægjulegt að fylgjast með gróðrinum taka á sig svip þegar líður fram á sumarið.

Í sumar ætla ég að rækta kartöflur, rófur, gulrætur og fleira grænmeti. Vorið liggur í loftinu í dag.


mbl.is Vorboðar koma til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sái haustlaukum til þess að fá fallegt vor og sumar í beðunum mínum.  Svo er ég með Rabbarbara, Rifsberjatré og jarðaber í garðinum mínum.  Þessi gömlu íslensku jarðaber sem vaxa villt.   Kannski nenni ég að stinga upp gamla kartöflugarðinn minn úti í garði í vor, ég hef ekki gert það í nokkur ár. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Úps ég sái ekki haustlaukum, ég set þá niður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2009 kl. 00:49

3 identicon

mér sýnist á fréttum undanfarinna daga að menn séu í óðaönn að sá einhverjum öðrum gróðri en æskilegur sé og hægt kannski að tengja við vorið...

zappa (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Offari

Vorið kemur vetur fer

vonin eykst að nýju.

Blómin lifna bjart nú er

og brátt við finnum hlýju.

Offari, 18.3.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband