Það er betra að láta skynsemina ráða heldur en Tryggva Þór, sjálfstæðisflokk og framsókn

Það verður að horfa á það hverjir hafa farið mjög illa út úr kreppunni. Það eru fyrst og fremst einstaklingar sem keyptu sér húsnæði eftir kosningarloforð framsóknar árið 2003 um 90% húsnæðislán. Fasteignabólan fór af stað eftir það og er að hluta afleiðing af þessu kosningaloforði sem hver hagfræðingu hefði mátt sjá fyrir afleiðingarnar af.

Það þarf fyrst og fremst að ráðast í leiðréttingar vegna misgegnis á verðlagi húsnæðis og skulda sem stofnað er til til þess að kaupa það.

Aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu

Það þarf fyrst og fremst að vinna að því að bjarga atvinnurekstri sem er lífvænlegur, nauðsynlegur og á rétt á sér við breyttar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta er alrangt hjá þér.

Þeir sem eru í verstu málunum eru þeir semnýttu sér gylliboð bankanna, endurfjármögnuðu gömlu Íbúðalánasjóðslánin og bættu vel á tankinn til að kaupa bíl - eldhúsinnréttingu - og fínar ferðir til útlanda.

90% lán Íbúðalánasjóðs hafa ekkert með málið að gera - enda hámarkkslán sjóðsins 14,9 milljónir árið 2004 - og varð aldrei hærra en 18 milljónir.

En viltu frekar fara 5 ára skuldafangelsisleið Samfylkingar?

Hallur Magnússon, 18.3.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Hallur Magnússon

... fyrir utan að 90% lán Íbúðalánasjóðs fóru ekk af stað fyrr en bankarnir voru komnir í 100% lán - án hámarksfjárhæða.

Endilega kynntu þér staðreyndir málsins - ekki hlaupa á eftir eftiráskýringum bankanna!

Hallur Magnússon, 18.3.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hallur ég horfði á þetta gerast Framsókn lofaði ekki bara 90% lánum heldur stóðu líka fyrir hækkun á fasteinga- og brunabótamati sem jók veðhæfni fasteingna. Með þessu náður þeir einnig að þurrka út vaxtabætur hjá stórum hluta skuldara(lágtekjufólks) og settu þar með allar áætlanir fólks úr skorðum.

Pólitíkusar hjá borginni er sér kapituli. Þetta er fólk sem hefur verið of upptekið í valdaplotti og hnífstungum til þess að sinna velferð borgarbúa. Ég undanskil þar engan flokk.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.3.2009 kl. 19:29

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

 Alþingiskosningarna 2003 urðu dýrustu kosningar Íslandssögunnar.

Árni Gunnarsson, 18.3.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband