Þjóðin pínd til þess að borga skuldir þjófanna

Hér á landi myndaðist stétt þjófa og ræningja á síðustu áratugum. Þessir þjófar gengu um stjórnsýsluna, löggjafarvaldið, dómsvaldið og bankanna eins og þeir ættu þetta einir og sjálfir. Hirtu það þeim sýndist. Þeir hirtu af þjóðinni velmegun, mannréttindi, réttlæti og fagmennsku.

Sóðaskapurinn hefur verið ríkjandi í aðgerðum þessarar stéttar. Sem betur fer er þetta farið að vekja athygli víða erlendis. Aukinn skilningur almennings erlendis mun beina kastljósinu að hinum raunverulegum skúrkum en skúrkarnir eru þeir sem hafa verið hér við völd og aktað sem leppar auðvalds og bankamanna.


mbl.is Verulegur verðbólgusamdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Enn og aftur, hvaða rök hefurðu fyrir þessu máli þínu? Þú ferð hér með mjög alvarlegar árásir á mannorð hundruða fólks, sem hefur örugglega flest sinnt störfum sínum af heilindum.

Hvaða svör hefurðu svo við því sem ég var að setja á síðustu færslu? Þú ert nú mun betur menntuð en ég í félagsfræði, hagfræði og stjórnsýslufræði, svo þú ætti að vera öðrum fremur mjög hæf til að svara þessum spurningum.

Sem menntuð kona með sérþekkingu á þeim sviðum sem þú ert að fjalla um í þessum pistlum þykir mér þú leyfa þér ansi, ansi litla sönnunarbyrði áður en þú ferð þínu fram með eldi og brennisteini. Eru þetta akademísk vinnubrögð?

Þórarinn Sigurðsson, 19.3.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Heidi Strand

Verkin hafa talað og segja allt sem segja þarf.

Ég hef meira áhyggjur af mannorðið heilar þjóðar heldur en þeir sem setti okkur á hausinn.

Ég var erlendis um daginn og hitti þar margt fólk. Það hefur ekki farrið fram hjá neinum um hvað málið snýst og margir hafa fylgst vel með og vitað í hvert stefndi.

Heidi Strand, 19.3.2009 kl. 14:48

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þórarinn, rökin koma í öllum fréttatímum, í dagblöðunum á hverjum degi. Fylgistu ekki með fréttum?

Margrét Sigurðardóttir, 19.3.2009 kl. 14:51

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ágæti Þórarinn ég hef aldrei haldið því fram að ég viðhafi akademísk vinnubrögð á þessu bloggi. Það þarf enga akademíska hugsun til þess að koma auga á það sem ég fjalla um í færslunni hér að ofan. Það er ekki mitt hlutverk að svara þínum spurningum.

Ef þú vilt fræðast um hrikalegar afleiðingar hegðunar auðvalds og stjórnmálamanna í tíð sjálfstæðisflokks bendi ég þér á að skoða gögn á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Þar kemur m.a. fram að

20% fjölskyldna búa við skuldaánauð

Að skuldir þjóðarbúsins eru 15.000.000.000.000

Ég get einnig bent á að atvinnulífið er í rúst og 20.000 manns gagna atvinnulausir

Fyrir liggur blóðugur niðurskurður í velferðarkerfinu

Vaxtabyrði ríkissjóðs eru 87 milljarðar á þessu ári. Það er álíka mikið og kostar að reka Landspítalann, alla háskóla á Íslandi og alla mennta skóla á Íslandi.

Þetta er í boði sjálfstæðisflokks

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.3.2009 kl. 14:51

5 identicon

Þórarinn,hvaða rök vilt þú fá?,Ert þú blindur?Það er ekki verið að gera árás á á fólk sem vann að heilindum í sínu fagi

Það er verið að tala um fjárglæpamenn og embættismenn sem aðstoðuðu þá við sína iðju sem á endanum gerði þjóðina gjaldþrota.

Það er verið að tala um stjórnmálamenn sem gerðu þessum glæpamönnum kleift að féfletta þjóðina og aðrar þjóðir svo sem Breta,Hollendinga og þjóðverja.

Hvernig dettur þér í hug að þetta hafi verið heiðarlegt fólk sem stóð í þessu þjóðarmorði ,því þetta er ekkert annað.

opnaðu augun og eyrun Þórarinn ekki afneita hlutunum,þetta á allt eftir að koma í ljós hver gerði hvað og hver stal hverju og á meðan nefnum við eingin nöfn.

H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:01

6 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Í fyrsta lagi: Fólk sem skuldar tók sjálft lánin sín. Enginn píndi það til þess.

Í öðru lagi: Skuldir þjóðarbúsins hafa áður verið gríðarlegar (ekki eins miklar og núna), en við unnum okkur upp úr því á skömmum tíma.

Í þriðja lagi er atvinnulífið hér ekkert meira í rúst en í öðrum samanburðarlöndum -- kanski stigs munur en ekki eðlis. Það er allavega ljóst að herðing kyrkingarólarinnar utan um einkaframtakið er ekki lausnin á þeim vanda.

Vaxtabyrðin er mjög há, en var hún ekki líka ansi há þegar síðasta vinstristjórn fór frá völdum?

Orðið á götunni er ekki alltaf sannleikurinn, fréttamenn eru ekki alltaf hlutlausir eða vel upplýstir og svo mætti lengi áfram telja. Jú, ég fylgist með fréttum, en ég sé líka hversu vonleysislega hlutdrægir fjölmiðlamenn eru og tek því öllu með fyrirvara sem frá þeim kemur.

En hvaða máli skiptir það sem ég segi? Ég er jú bara heilaþveginn flokksdindill :P

Þórarinn Sigurðsson, 19.3.2009 kl. 15:07

7 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Já, Icesave dæmið var fáránlegt. Jafnvel landráð. En þar lék Samfylkingin (sem stýrði utanríkisráðuneytinu) aðalhlutverkið (ekki að það skipti máli, fyrst hún er ekki Sjálfstæðisflokkurinn).

Vafalaust er spillt fólk í embættismannakerfinu. Það réttlætir þó ekki fullyrðingar eins og „Þessir þjófar gengu um stjórnsýsluna, löggjafarvaldið, dómsvaldið og bankanna eins og þeir ættu þetta einir og sjálfir.“, sem er ekkert nema móðgun við starf fjölda heiðarlegs fólks.

Þórarinn Sigurðsson, 19.3.2009 kl. 15:10

8 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Þegar öll kurl eru komin til grafar kemur auðvitað í ljós hvort ég er blindur, en þangað til ætla ég að efast frekar en að trúa hlutdrægum fjölmiðlum og frasakokkum mótmælendahreyfingarinnar.

Þórarinn Sigurðsson, 19.3.2009 kl. 15:15

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Voru það ekki sjálfstæðismenn sem afhentu Björgólfsfeðgum (sem höfðu  reynslu af rekstri bjórverksmiðju) Landsbankann, mótuðu gallað lagaumhverfi og lögðu niður þjóðhagsstofnun?

Ég ætla ekki að gera lítið úr hlutdeild samfylkingar en rótin að þessu ástandi liggur í arfavitlausum hugmyndum Hannes Hólmsteins og sviksemi stjórnmálamanna við þjóðina í tíð sjálfstæðisflokks.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.3.2009 kl. 15:17

10 Smámynd: Heidi Strand

Hrunið er skelfilegt og ekki batnar það með allir þessir litlir Hólmsteinar sem ganga um og neitar að horfast í augu við raunveiruleikann.

Heidi Strand, 19.3.2009 kl. 15:22

11 identicon

Jakobína, ég held að þú sért komin á lista hjá Sjálfstæðisflokknum yfir fólk sem flokknum finnst ráðlegast að þagga niður í.

Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það hvað sjálfstæðismenn kvíða úrslitum kosninganna.

Litlir og bláeygðir drengir eins og Þórinn virðast hafa tekið að sér fyrir flokkinn að elta andstæðinga flokksins á blogginu. Mér sýnist að smástrákarnir séu hins vegar að gera flokknum þeirra bjarnargreiða því angastýrin eru svo illa lesin og illa skrifandi.

Helga (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 16:52

12 identicon

Og hér rekur þá inn nefið enn einn bláeygður drengurinn úr Sjálfstæðisflokknum, Þrymur. Álíka vel ritfær og hinir fyrri! En þessi fer þó á kostum og spyr hvað "Bjórgúlfarnir greiddu fyrir".

Kannski er það ekki tilviljun að þessi snati Sjálfstæðisflokksins skrifar "bjór" og þá líklega enn síður "úlfarnir".

Takk fyrir brandarann!

Ef þú, Þrymur, ert ekki hér inni fyrir flokkinn þinn hvers vegna fórstu þá fyrst að venja komur þínar hingað inn eftir að ótti sjálfstæðismanna við lýðræðið varð öllu skynsömu fólki ljós?

Helga (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:56

13 identicon

Þrymur, ertu virkilega að spyrja hvað það þýðir að vera bláeygður??? Þú ert ekki á leikskólaaldri, er það?

Ég dáist að því að þú skulir hafa skrifað "Bjórgúlfarnir" og tel að þín betri vitund hafi stýrt þér.

Það var sannarlega "bjór" í málinu og "úlfar". Vertu stoltur af sjálfum þér fyrir að kalla þá svo viðeigandi nafni.

Helga (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 23:32

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég ætla að vona það Þrymur að þú teljir fólki það ekki til lösts að það sé æfareitt út í stjórnartíð sjálfstæðisflokksins sem hefur

Rústað velmegun í landinu

Mótað löggjöf sem skilur þjóðina illa varða fyrir áhlaupi fjármálahryðjuverka

Mótað löggjöf sem elur á siðleysi

Spillt stjórnsýslunni

Selt velferð þjóðarinnar til þess að koma vinum og ættingjum á spena í bönkum, eignarhaldsfélögum og stjórnsýslu

Spillt dómsvaldinu með vafasömum mannaráðningum

Það þarf mjög daufa sál til þess að bregðast ekki við öllum þessum sóðaskap af hörku og það geri ég. Ég krefst þess einfaldlega að hér verði siðferði endurreist.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 00:14

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Á Íslandi hefur verið haldið aftur af eðlilegri þróun í stjórnsýslu og lögin ekki virt. Þau er góð en þeir sem hafa tekið þátt í spillingunni hafa slævt merkingu orða eins og jafnræði á sama hátt og þeir hafa gert með orð eins og mannréttindi.

Þrymur þegar sjálfstæðismenn tóku hér við um 1990 ríkti velmegun í landinu.

Þrymur það þarf ekki mikið innsæi til þess að koma auga á að það hafa verið dílar í gangi milli sjórnmálamanna og eigenda eignarhaldsfélaga og banka.

Þrymur ég er ekki að gagnrýna dómara per se heldur það traust sem dómsvaldið nýtur eftir meðferð sjálfstæðismanna á því. Það er líka athyglisvert að dómar í hæstarétti hafa kerfisbundið dæmt gegn mannréttindum undanfarin ár.

Ég tek undir það með þér að hér þarf að reisa nýtt siðferði frá grunni. Menn eru víða orðnir svo samdauna siðleysinu að þeir afhjúpa sig kinnroðalaust.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 13:55

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég kalla það velmegun þegar fátækt fyrirfinnst varla. Þegar skuldaánauð fyrirfinnst varla. Þegar almenningur hefur frelsi til að ganga um náttúruna. Þegar fólk hefur almennt tækifæri til menntunar og aðgang að heilsugæslu. Þar sem glæpri eru sjaldgæfir. Þetta var til staðar á þessum tíma en er ekki til staðar núna. Flestir myndu í dag vilja vakna glaðir við aðstæður sem ríkti á þessum árum miðað við það sem þeir eiga kost á í dag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 14:39

17 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég kunni mun betur við Ísland 1990 en eftir 2000, það var ekki jafn andstyggileg firring í gangi þá og græðgisvæðingin ekki byrjuð fyrir alvöru þó farið væri að glitta í það ömurlega smetti.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.3.2009 kl. 17:57

18 Smámynd: ThoR-E

Er þér sammála Jakobína.

Hér réðu menn viðskiptalífinu sem höfðu sama sem ekkert siðferði. Þessir menn með hjálp þingmanna og ráðherra.. græddu hundruði milljarða.

Með ofurlaun.. sem var vegna þess að þeir báru svo mikla ábyrgð. Núna hrundi allt og kom í ljós að þeir báru ekki ábyrgð á neinu. 

Það er við þjóðin sem þurfum að bera ábyrgðina og borga brúsann. Við sem tókum ekki þátt í neinni útrás þurfum að borga þetta í framtíðinni ásamt börnum okkar og barnabörnum.

Þetta er ógeðslegt að horfa uppá.

ThoR-E, 20.3.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband