Ást mín á sjálfstæðismönnum...

.... lýsir sér í því að ég óska þess að sjálfstæðismenn losni úr viðjum hugarfars sem hefur leitt þá sjálfa og dregið þjóðina með inn í ástand sem á eftir að reynast allri þjóðinni erfitt. Það er von mín og elska í þeirra garð að þeir taka sér frí frá stjónmálum um langa hríð og finni með sér frið í öðrum verkefnum.

Umbreyting í hugarfari gerist ekki á einum degi, ekki á nokkrum mánuðum heldur er það langt og strangt ferli sem mun taka djúpt sokkna sjálfstæðismenn mörg ár að ganga í gegnum.

Fáir hafa stigið fyrsta skrefið sem er að koma auga á þörfina fyrir breytingar og villuna í eigin hugarfari. Ég mæli því með því að sjálfstæðismenn og menn í öðrum flokkum sem aðhyllast kleptokratismann og sérhagsmunagæsluna sem verið hefur verið við lýði á Íslandi undanfarna áratugi taki sér langt frí frá stjórnmálum.

Þessir einstaklingar ættu að beina athygli sinni að því hvernig byggja má upp samfélag sem er friðsælt, laust við örbyrgð meðal þjóðfélagshópa, virðir metnað og fagmennsku og réttindi allra borgara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég hallast nú að því að til sé fólk sem hefur verið ræktuð úr öll umhyggja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hugmyndafræðin sjálf er heilaskemmandi og sumt af þessu liði er þar að auki enn slasað úr kalda stríðinu og síðan eru heilaskemmdir víst ólæknandi þannig að þetta ber allt að sama brunni og er vonlaust verkefni Jakobína.

Baldur Fjölnisson, 20.3.2009 kl. 14:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég er víst hugsjónamanneskja

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.3.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hugsjónalausir gervidemókratar undir fölsku flaggi og án vitrænnar hugmyndafræði, algjörlega í vasanum á siðlausum fjármálaöflum, hafa með innhaldslausu snakki, díversjónum og gervieftirlitsstofnunum haldið lýðnum sofandi og skapað honum falska öryggistilfinningu á meðan hann var rúinn inn að skinninu, landinu var stolið í rólegheitunum og það flutt út.

Baldur Fjölnisson, 20.3.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband